Jan Moravék og hljómsveit flytja Austurstrætis-stomp

Jan Moravék og hljómsveit er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1955. Á henni leikur tríó og kvartett Jan Morávek lögin Tóna-boogie og Austurstrætis-stomp eftir Jan sjálfan. Hljómsveitina skipa auk Jan, þeir Stefán Edelstein, píanó, Pétur Urbancic, bassi, og Axel Kristjánsson gítar. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Jan Moravék og hljómsveit
Bakhlið
IM 76
FlytjandiJan Moravék, Stefán Edelstein, Pétur Urbancic, Axel Kristjánsson
Gefin út1955
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Austurstrætis-stomp - Lag: Jan Morávek - Hljóðdæmi
  2. Tóna-Boogie - Lag: Jan Morávek - Hljóðdæmi


Jan Morávek

breyta
 
Jan Morávek var einn helsti hljómsveitarstjóri Íslenzkra tóna. Hann lék á mörg hljóðfæri, útsetti, þjálfaði sönghópa og samdi tónlist. Á þessari plötu hafði hann frjálsar hendur með tríói og kvartett. Nafn annars laganna er tilvísum í Íslenzka tóna; „Tóna-boogie”.