Jakob Björnsson (bæjarstjóri)

Jakob Björnsson (f. í Vopnafirði 27. apríl 1950) er fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og núverandi framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorg á Akureyri.

Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri

Jakob útskrifaðist með landspróf í Laugaskóla í Reykjadal 1968 og úr Samvinnuskólanum í Bifröst 1970. Síðan fór hann í framhaldsnám á vegum Samvinnuskólans, sem fólst í námskeiði í viðskiptadeild Háskólans, vinnu úti í fyrirtækjum og kennslu á Bifröst. Jakob fór að því loknu í framhaldsnám við Norska samvinnuskólann. Hann starfaði við bókhald í Noregi á árunum 1974-1982 en fluttist að því loknu til Akureyrar með fjölskyldu sína. Jakob var fjármálastjóri Skinnaiðnaðar á Akureyri 1982-1994.

Jakob sat í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn á Akureyri á árunum 1990-2006 og var bæjarstjóri á Akureyri 1994-1998 og formaður bæjarráðs 1994-1998 og 2002-2006.

Jakob hefur verið framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorg á Akureyri frá árinu 1999.

Eiginkona hans er Linda Björnsson, fædd í Noregi. Sonur þeirra er Sverre Andreas Jakobsson, landsliðsmaður í handbolta.

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.