Hollvættir
Hollvættir eða Refsinornir er harmleikur eftir forngríska leikskáldið Æskýlos. Það er þriðja leikritið í þríleiknum Óresteia, sem er eini varðveitti þríleikurinn frá fornöld.
Leikritið segir frá því hvernig refsinornirnar elta Órestes fyrir að myrða móður sína, Klýtæmnestru, til að hefna fyrir morðið á Agamemnoni föður sínum. Refsinornirnar elta Órestes til Aþenuborgar þar sem gyðjan Aþena skerst í leikinn. Hún setur upp dómsmál og skipar tólf manna kviðdóm. Apollon tekur að sér að verja Órestes en nornirnar sækja málið fyrir Klýtæmnestru. Þegar atkvæði í málinu reynast jöfn sannfærir Aþena refsinornirnar um að fallast á ákvörðun hennar. Í kjölfarið endurnefnir hún nornirnar hollvætti.
Varðveitt leikrit Æskýlosar
Persar | Sjö gegn Þebu | Meyjar í nauðum | Agamemnon | Sáttarfórn | Hollvættir | Prómeþeifur bundinn (deilt um höfund)
|
---|