Jóhanna Kristín Yngvadóttir

Jóhanna Kristín Yngvadóttir Hraunfjörð (31. október 195310. mars 1991) var íslensk myndlistarkona.

Jóhanna gekk í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1976. Á þeim tíma kynntist hún Ívari Valgarðssyni myndhöggvara en þau fóru saman í framhaldsnám til Hollands 1976 – 1980. Gengu þau í skólann De Vrije Academie den Haag á árunum 1976 – 1977 og svo seinna í skólann Rijksakademie Van Beeldende Kunsten 1977 – 1980 en báðir skólarnir eru í Amsterdam. Jóhanna og Ívar eignuðust eina dóttur saman, Björgu Amalíu Hraunfjörð Ívarsdóttur fædda 1977. Jóhanna kynntist Matthíasi Fagerholm grafíklistamanns og þau hófu samstarf í listum og sýndu víða meðal annars Hollandi og Þýskalandi.

Jóhanna átti við þungan öndunarfæra sjúkdóm að kljást og þurfti af þeim sökum að dvelja oft á sjúkrahúsum en hún það ekki stoppa sig lengi. Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Valtýr Pétursson, sagði eftirfarandi þann 17. apríl 1984 um verk hennar á sýningu á Nýlistasafninu:

„Þarna eru ástríðufull verk, sem gerð eru af mikilli innlifun og tækni, það verðurað segjast eins og sannast er, að þessi verk Jóhönnu Kristínar vöktu mér traustvekjandi vonir um framhald íslenskrar myndlistar.“

Helstu sýningar

breyta
  • Nýlistasafnið, einkasýning 1983.
  • Landspítalinn, einkasýning 1983.
  • Ungir listamenn, samsýning, Kjarvalsstöðum 1983.
  • Gullströndin andar v/Selsvör, samsýning 1983,
  • Listmunahúsið v/Lækjargötu, einkasýning 1984.
  • Sviss, samsýning 1984.
  • 14 listamenn í Listasafni Íslands, samsýning 1984.
  • Sýning 9 myndlistarkvenna á Hallveigarstöðum, samsýning 1984.
  • Samsýning íslenskra myndlistarmanna í Lundi í Svíþjóð 1984.
  • Samsýning íslenskra myndlistarmanna í Kaupmannahöfn 1984.
  • Qaqortog, einkasýning í Kúltúrhúsinu 10. ágúst 1986.
  • Gallerí Borg, einkasýning 1987.
  • Sjálfsmyndir, samsýning 1988.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta