Jóakim Aðalönd

teiknimyndapersóna Disney
(Endurbeint frá Jóakim aðalönd)

Jóakim Aðalönd (ensku:Scrooge McDuck) er móðurbróðir Andrésar Andar. Hann var skapaður af Carl Barks, einum þekktasta teiknara Disney-myndasagna. Hann kom fyrst fram í myndasögunni „Christmas on Bear Mountain“ og á að vera ríkasta önd í heimi. Fyrsti peningur sem hann vann sér inn var 10 krónur og var happapeningurinn hans. Það er mikið talað um fjársjóðsferðir hans og Gullæðið í Klondike.

Happaskildingurinn

breyta

Jóakim aðalönd vann sér fyrst inn peninga í Skotlandi með því að bursta skó og fá pening fyrir. Pabbi hans, Friðrik Aðalönd, vann lengi að því að búa til skóburstunarsett fyrir hann í afmælisgjöf svo hann gæti farið að vinna fyrir sér þar sem fjölskyldan var mjög fátæk. Þegar hann var búinn að vera lengi að ráfa út um allt og enginn vildi skóburtstun hrinti faðir hans áætluninni sinni í framkvæmd. Hann bað verkamann með grútskítuga skó að fara til Jóakims og biðja um skóburstun. Þegar Jóakim var búinn lognaðist hann út af, af þreytu. Þegar hann vaknaði aftur varð hann himinlifandi þegar hann sá að hann hefði unnið sér inn sinn fyrsta skilding. Þess vegna varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar hann sá að þetta var Bandarískur skilldingur. Þá sagði hann við sjálfan sig: „Ég verð harðari en harðjaxlarnir, slægari en svindlaranir og vinn heiðarlega fyrir mér.“ Mun seinna, eftir að hann var orðin ríkasta önd í heimi reyndu margir að stela happaskildingnum af Jóakim þar á meðal: Hexía de Trix (það fer eftir sögum hvort hún vildi bræða skildinginn í eldfjallinu Vesúvíusi til að verða máttugasta seiðkona í heiminum eða öðlast mátt Mídasar); Bjarnabófarnir (oftast vegna .ess að þeir voru að vinna með Hexíu); Jói Rokkafellir (hann reynir það ekki oft, en er það oftast því að hann vill prófa hvort að happaskildingurinn virki fyrir hann líka) og að lokum Gull-Ívan Grjótharði (hann vill að Jóakim fari að ganga illa svo hann verði ríkari en hann). En það virðist vera að þessi skildingur hafi í raun og veru veitt Jóakim heppni, því alltaf þegar einhver stelur honum af honum fer honum að ganga illa. Samt neitar hann því alltaf að þessi skildingur hafi hjálpað honum nokkuð.

   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.