Baleareyjar
(Endurbeint frá Islas Baleares)
Baleareyjar (katalónska Illes Balears; spænska Islas Baleares) eru eyjaklasi í vesturhluta Miðjarðarhafsins nálægt austurströnd Íberíuskagans sem tilheyrir Spáni. Fjórar stærstu eyjarnar eru Majorka, Menorka, Íbísa og Formentera. Eyjaklasinn er sjálfstjórnarsvæði og höfuðstaður þess er borgin Palma. Opinber tungumál eyjanna eru spænska og katalónska.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Baleareyjum.