Isaias Afewerki
Isaias Afewerki (fæddur 2. febrúar 1946) er fyrsti og núverandi forseti Eritreu. Isaias er einræðisherra sem hefur stýrt Eritreu frá því að landið hlaut sjálfstæði árið 1993.
Isaias Afewerki ኢሳይያስ ኣፍወርቂ | |
---|---|
Forseti Eritreu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 24. maí 1993 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 2. febrúar 1946 Asmara, Eritreu |
Þjóðerni | Eritreskur |
Stjórnmálaflokkur | Lýðræðis- og réttlætishreyfing alþýðunnar |
Maki | Eden Estifanos |
Börn | 3 |
Undirskrift |
Isaias var áður leiðtogi Frelsisfylkingar Eritreuþjóðar (EPLF), vopnaðra samtaka sem börðust fyrir sjálfstæði Eritreu frá Eþíópíu. Þegar Eritrea varð sjálfstætt ríki lýsti Isaias sig hæstráðanda hersins og formann nýs stjórnmálaflokks, Lýðræðis- og réttlætishreyfingar alþýðunnar (PFDJ), sem var stofnuð upp úr EPLF. Isaias bannaði starfsemi annarra stjórnmálaflokka og hefur ofsótt stjórnarandstæðinga og frjálsa fjölmiðla í landinu.[1]
Stjórn Isaiasar hefur verið sökuð um gróf mannréttindabrot, meðal annars pyntingar, þjóðernishreinsanir, þrælkunarvinnu og kerfisbundið kynferðisofbeldi. Eritrea er með þeim löndum í heiminum þar sem fjölmiðlafrelsi er allra minnst.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Þórgnýr Einar Albertsson (12. maí 2018). „Norður-Kórea Afríku“. Fréttablaðið. bls. 38.