Irving Kristol (22. janúar 192018. september 2009), var bandarískur blaðamaður og ritstjóri. Hann var einn áhrifamesti hugmyndasmiður bandarískrar nýíhaldsstefnu á ofanverðri tuttugustu öld og hefur verið nefndur „guðfaðir nýíhaldsstefnunnar“.

Kristol var fæddur í Brooklyn-hverfi New York. Foreldrar hans voru gyðingar og innflytjendur frá Austur Evrópu. Kristol útskrifaðist með BA gráðu í sagnfræði frá City College í New York árið 1940. Árið 1942 giftist Kristol sagnfræðingnum Gertrude Himmelfarb. Saman eignuðust þau tvö börn, Elizabeth Nelson og Bill Kristol, sem fetaði í fótspor föður síns sem blaðamaður, ritstjóri og álitsgjafi.

Á fimmta og sjötta áratugnum starfaði Kristol sem blaðamaður og ritstjóri ýmissa tímarita, þar á meðal A Journal of Independent Radical Thought og ásamt þessu tímariti að þá gaf hann líka út Commentary, Encounter, The Reporter, The National Interest og svo The New Leader.[1] Árið 1965 stofnaði Kristol ásamt Daniel Bell tímaritið The Public Interest sem hann átti eftir að ritstýra til ársins 2002.

Á yngri árum var Kristol róttækur vinstrimaður og tilheyrði hópi and-stalínískra Trotskýista sem voru þekktir sem „The New York Intellectuals“. Meðal annarra meðlima hópsins var Gertrude Himmelfarb sem Kristol gekk síðar að eiga. Á eftirstríðsárunum tóku Kristol ásamt ýmsum öðrum meðlimum hópsins að efast um stefnu Demókrataflokksins, og þokaðist Kristol til hægri í stjórnmálaskoðunum. Á sjöunda áratugnum varð hann helsti fulltrúi svokallaðra nýíhaldsmanna (e: neoconservatives).

Kristol og aðrir nýíhaldsmenn gagnrýndu hugmyndir vinstrimanna um að hægt væri að leysa samfélagsleg vandamál með aðstoð ríkisvaldsins. Félagslegri aðstoð, velferðarþjónusta og tilraunir til að uppræta fátækt og önnur félagsleg vandamál sköpuðu fleiri vandamál en þau leystu, og græfu á endanum undan bandarískum gildum og „bandaríska draumnum“.[2] Aðrir áhrifamiklir ný-íhaldsmenn voru meðal annars Daniel Bell og Nathan Glazer sem ritstýrðu The Public Interest með Kristol.

Kristol hafði mikil áhrif á ýmsa þingmenn Repúblíkanaflokksins, þar á meðal Jack Kemp sem var náinn ráðgjafi Ronalds Reagan, og einn áhrifamesti þingmaður flokksins á ofanverðri 20. öld. Kemp var meðal annars einn af helstu hugmyndasmiðum efnahagsstefnu Ronald Reagan.[3].[4]

Tilvísanir breyta

  1. „Irving Kristol“. the Guardian (enska). 20. september 2009. Sótt 3. desember 2020.
  2. Andrew Hartman (2019). A War For The Soul Of America. The University of Chicago Press. bls. 39-64.
  3. Gewen, Barry (18. september 2009). „Irving Kristol, Godfather of Modern Conservatism, Dies at 89 (Published 2009)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 3. desember 2020.
  4. „Irving Kristol, Jewish Realist“. www.nationalaffairs.com. Sótt 3. desember 2020.