Internasjónalinn
einkennissöngur sósíalistahreyfinga
Alþjóðasöngur verkalýðsins eða Internasjónalinn, (oft uppnefndur Nallinn á íslensku. Hét upphaflega á frönsku, l'Internationale) er þekktasti söngur jafnaðarmanna og kommúnista, og er með auðþekkjanlegustu lögum heims. Upphaflega textann skrifaði Eugène Pottier árið 1870, en lagið samdi Pierre Degeyter árið 1888 (textinn var upphaflega saminn við La Marseillaise).
Internasjónalinn varð eins konar einkennissöngur alþjóðlegu sósíalistahreyfingarinnar á seinni hluta nítjándu aldar, og hefur að nokkru haldið því hlutverki. Hann var notaður sem þjóðsöngur Sovétríkjanna frá 1917 til 1944. Sveinbjörn Sigurjónsson þýddi Internasjónalinn á íslensku.