Aðflutningur

(Endurbeint frá Innflutningur fólks)

Aðflutningur nefnist það þegar einstaklingur hefur fasta búsetu í öðru ríki en því landi sem hann fæddist í. Innflytjendur koma í mörgum tilvikum til með að búa í landinu sem þeir flytja til í mörg ár jafnvel út ævina og hljóta þá ríkisborgararétt í mörgum tilvikum.

Kort af heiminum. Lönd eru lituð eftir því sem hlutfall innflytjenda af heildarfólksfjölda:
meira en 50% 20% til 50% 10% til 20% 4% til 10% 1% til 4% minna en 1% gögn ófáanleg
Evrópskir innflytjendur sem koma til Argentínu

Ferðamenn og aðrir gestir sem koma tímabundið til landsins teljast ekki innflytjendur. Né heldur flóttamenn. Farandverkamenn á hinn bóginn eru oft flokkaðir sem innflytjendur. Árið 2005 mat sem svo að fjöldi innflytjanda í heiminum næmi 190 milljónum manna, u.þ.b. 3% fólksfjölda heimsins.

Í nútímanum eru innflytjendur tengdir þróunar ríkja og alþjóðlegra laga. Ríkisborgararéttur ríkis veitir þegnum réttinn til viðveru í ríkinu, en jafnframt setur það þegninum skyldur. Innflytjendur færa með sér aðra menningu og tilheyra öðrum þjóðfélagshópum og það getur skapað spennu milli þeirra og annarra hópa í landinu.

Ólöglegir innflytjendur nefnast þeir sem flytja búferlum milli landa með ólöglegum hætti, þ.e.a.s. brjóta í bága við þau lög sem sett hafa verið í landinu um innflutning fólks. Það getur bæði á við fólk sem kemst til landsins án þess að hljóta vegabréfsáritun eða fólk sem dvelur í landinu lengur en það hefur leyfi til.

Aðlögun innflytjenda á Íslandi snýst að miklu leyti um að læra íslensku og að geta orðið virkir þegnar. Á byrjun 21. aldarinnar fluttust til landsins þúsundir farandverkamanna vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar vegna þess að ekki var til mannafli til verksins. Aukinheldur voru það útlend verktakafyrirtæki sem sáu um vinnuna og var það í þeirra höndum að sjá um starfsmannamál. Gert er ráð fyrir því að flestir þessara verkamanna hverfi af landi.

Árið 1991 var 161 einstaklingi veittur íslenskur ríkisborgararéttur, fimmtán árum seinna, 2006, var 844 einstaklingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur.

Þann 12. nóvember 2007 var Andie Sophia Fontaine varaþingmaður Vinstri grænna fyrst innflytjenda til þess að taka sæti á Alþingi.

Stundum verða árekstrar milli innflytjenda og heimamanna. [1] [2] [3] [4] [5] [6] [7] [8] [9]

Heimildir

breyta

Tengill

breyta