Innflytjendur á Íslandi
Innflytjendur á Íslandi voru þann 1. ágúst 2024 tæplega 80.000 eða um 20% mannfjöldans. [1]
Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 17,1% af mannfjöldanum. Á Vestfjörðum eru 19,9% og Suðurnesjum eru um 28% mannfjöldans innflytjendur (2020). Lægst er hlutfallið á Norðurlandi vestra, en þar eru 9,1% mannfjöldans innflytjendur eða börn þeirra. Um 2/3 innflytjenda búa á Höfuðborgarsvæðinu. [2].
Skilgreining
breytaInnflytjandi er einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar hans og báðar ömmur. Önnur kynslóð innflytjenda eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Fólk er talið hafa erlendan bakgrunn ef annað foreldrið er erlent.
Samsetning innflytjenda
breytaPólverjar eru fjölmennastir innflytjenda og eru 36% allra innflytjenda (2021). Þar á eftir koma innflytjendur frá Litháen (5,7%) og Filippseyjum (3,7%). Pólskir karlar eru 37,9% allra karlkyns innflytjenda. Litháenskir karlar eru næst fjölmennastir (6,4%) og síðan karlar með uppruna frá Rúmeníu (4,6%). Pólskar konur eru 33,5% kvenkyns innflytjenda og næst á eftir þeim eru konur frá Filippseyjum (5,6%), þá konur frá Litháen (4,9 %).
Atvinnuþátttaka
breytaRúmlega 84 prósent innflytjenda hér á landi eru virk á vinnumarkaði (2016). Er það mesta hlutfall innan OECD ríkja.[3]
Viðhorf til innflytjenda
breytaMeirihluti Akureyringa telur gott fyrir Akureyri að útlendingar setjist hér að (2016). Um 60% aðspurðra sögðust mjög sammála eða frekar sammála fullyrðingunni að það væri gott fyrir Akureyri að útlendingar setjist hér að, 30% hvorki né en 11% reyndust ósammála. Ekki reyndist marktækur munur á viðhorfum Akureyringa til flóttamanna og annarra af erlendum uppruna.[4]
Aðlögun og tungumál
breytaÍ viðhorfskönnun meðal innflytjenda árið 2009 kom fram að íslenskukunnátta er það sem helst hamlar því að fólk geti nýtt menntun sína að fullu í starfi. Meira en helmingi þátttakenda fannst frekar eða mjög erfitt að læra íslensku og þá helst vegna þess hversu íslenskan væri ólík móðurmáli þeirra. Fjórðungur sagðist aldrei hafa sótt íslenskunámskeið og aðeins 18% höfðu sótt íslenskunámskeið þar sem kennt var á þeirra móðurmáli. Meirihluti svarenda sagði frekar eða mjög gott að búa á Íslandi.[5]
Í könnun árið 2019 voru 60% óánægðir með íslenskukennslu. Á Íslandi þarf að greiða fyrir námið, ólíkt í Noregi og Svíþjóð. [6]
Bent hefur verið á að námsframboð sé ekki nægilegt og að gjá sé á milli grunnnámskeiðs og háskólanáms í íslensku. [7]
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi 1/8 2024
- ↑ Mannfjöldi Hagstofan, skoðað 16. sept, 2020.
- ↑ Mest atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi Rúv. Skoðað 23. mars, 2016
- ↑ AKUREYRINGAR JÁKVÆÐIR GAGNVART FLÓTTAFÓLKI OG INNFLYTJENDUM Akureyri.is. Skoðað 23. mars, 2016
- ↑ Rúmlega helmingur innflytjenda aðlagast vel Mbl.is. Skoðað 23. mars, 2016
- ↑ Íslenskukennslan fær falleinkunn Rúv, skoðað, 8. maí 2019.
- ↑ Of seint eftir tíu ár Mbl.is, sótt 25/3 2023