Indigó (tónlistarmaður)

Ingólfur Þór Árnason betur þekktur sem Indigó er fæddur í Reykjavík 1976. Hann fluttist til Amsterdam 1978 þar sem að faðir hans (Árni Ingólfsson) var í mastersnámi í myndlist. Síðan flutti hann aftur til Íslands 5 ára og endaði á austurlandi, í Höfn í Hornafirði með móður sinni og þar flutti hann í nesjahverfið þar sem móðir hans kynnist öðrum manni og þau bjuggu í nesjahverfi. Hann var í Nesjaskóla til 15 ára aldurs.

Nám og uppvaxtarár

breyta

Hann kláraði gagnfræðaskólann á Eiðum sem er rétt hjá Egilstöðum og hann byrjaði þar að kenna sjálfum sér á gítar 1990. Síðan flytur hann til Reykjavíkur eftir gagnfræðaskólann 1991. Hann tók eina önn í Iðnskólanum en þar kynnist hann Oddi M. Rúnarssyni og fleiri sem voru að spila tónlist á Eiðum.

Hann flutti síðar til Cambridge í Englandi 1994 til Odds eftir að hann slasaðist alvarlega í bílaáreksti. Síðan fluttu þeir saman til London og þeir leigðu þar hús í tvö ár, síðan flytur hann til Reykjavíkur aftur og þá verður kærastan hans ólétt og eignast stúlku árið 1997 sem fær nafnið Ylfa Rós. Leiðir þetta til þess að hann fer að vinna á sjó. Hann var að vinna á Hólmadrang sem var næst elsti frystitogari á Íslandi. Hann var meira og minna á sjó til ársins 2011.


Plötur

breyta

Hann gefur út plötuna Escapism árið 2001 en hann hafði verið að vinna í henni frá árinu 1996. Hún var í raftónlistarlegum stíl. Næsta plata ber nafnið Her Shoulder eða Black Wing en hann vann hana með Daníel Ágústi Haraldssyni sem er í GusGus, og hún kom út 2003 en hún var í mjúkum órafrænum stíl. Þarnæsta plata var smáskífan Too Late To Shine og kom út árið 2004, en hún var tekin í einum rykk inni í bílskúr. Hann var búinn að skila af sér Indigó-Indigó árið 2005, en hún á að vera hluti af næstu plötu sem er krafmikil og ólík öllum hinum. Smekkleysa náði því miður að draga lappirnar með plötuna til ársins 2007 sem tafði næstu plötu sem er að verða tilbúin og er unnin með Halldóri Björnssyni sem er í hljómsveitinni Legend (Legend varð til árið 2009) en hún mun koma út 2014 og heita Harmony. Allar plöturnar hans hafa verið gefnar út hjá Smekkleysu.

Önnur verkefni

breyta

Hann tók að sér að gera fimm lög fyrir kvikmyndina About Sarah sem er í leikstjórn Elenor Gaver. Myndin, sem er sannsöguleg, gerist í New York og fjallar um nítján ára stúlku sem lést af völdum eiturlyfja. Myndin kom út árið 2014 og hún var sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum líkt og til dæmis Sundance kvikmyndahátíðin. En lögin munu heyrast á nýjustu plötu Indigó - Harmony.

Innblástur

breyta

Hann hefur alltaf haldið mikið uppá hljómsveitirnar Mogwai og Godspeed you! Black emperor. Hann heldur einnig upp á dauðarokk. Allar plöturnar hans tengjast og hafa alltaf verið hugsaðar sem heildarverk sem klárast með þessari sem hann er að klára.

Tilvísanir

breyta
  1. Vísir. „Gaf lögin sín í bandaríska mynd“. Sótt 1.4.2014 2014.