Iancu Dumitrescu (fæddur 15. júlí 1944) er rúmenskt tónskáld sem var einn af upphafsmönnum rúmenska spektralismans ásamt Horatiu Radulescu. Hann stundaði tónlistarnám í Búkarest. Meðal kennara hans voru Alfred Mendelssohn í tónsmíði og Sergiu Celibidache í hljómsveitarstjórn en sá síðarnefndi vakti áhuga hans á fyrirbærafræði Edmund Husserl og beitingu fyrirbærafræðinnar í tónlist. Árið 1976 stofnaði Dumitrescu Hyperion Ensemble og hefur starfrækt síðan. Á síðari árum hefur hann einnig starfrækt útgáfuna Edition Modern ásamt eiginkonu sinni, tónskáldinu og píanóleikaranum Ana-Maria Avram. Um þau hafa verið gerðar tvær bækur á ensku: Iancu Dumitrescu, Acousmatic Provoker (2002) og Cosmic Orgasm - The music of Iancu Dumitrescu and Ana-Maria Avram (2013).

Í Aþenu

Árið 2014 komu þau hjónin fram á Tectonics hátíðinni í Reykjavík. Þar voru frumflutt verkin Utopias for Iceland og Eruptions for ensemble and computer sounds.[1]

References

breyta
  1. [1]