Iðnsýningin 1911 var haldin í Miðbæjarskólanum í Reykjavík og var opnuð 17. júní 1911. Sama dag og Háskóli Íslands var stofnaður, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Frumkvæði að því að halda sýninguna kom frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur. Áður hafði Iðnsýningin 1883 verið haldin. Á sýningunni 1911 voru um 1.500 munir. Mestu athyglina vöktu beinstóll Stefáns Eiríkssonar og „galdralæsingin“ hans Magnúsar Þórarinssonar á Halldórsstöðum. Munirnir voru tryggðir fyrir 65 þúsund krónur og dýrasti gripurinn, gullbelti, var metinn á sex þúsund krónur.

Mynd frá iðnsýningunni í Barnaskólanum. Tvær konur á peysufötum sýna handbrögðin í ullarvinnslu Önnur spinnur á fótstiginn rokk hin kembir.

Vörur frá Klæðaverksmiðjunni Iðunni unnu fyrstu verðlaun á iðnsýningunni.

Tenglar

breyta