Tildurmosi
Tildurmosi fræðiheiti (Hylocomium splendens) er fjölær mosi sem vex á norðlægum slóðum nálægt heimskautasvæðum, oftast í þurru mólendi, kjarri og skógarbotnum. Hann er olífugrænn, gulleitur eða rauðleitur með rauðleitum stilk og greinum. Hann myndar tví- til þrífjaðraða sprota og vaxa nýir sprotar upp frá miðjum eldri sprotum. Þetta vaxtaform lætur mosann líkjast fjöðrum og gerir mosanum kleift að vaxa yfir aðra mosa og jarðveg.
Tildurmosi | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Ekki metið
(IUCN)
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Hylocomium splendens |
Tildurmosi er notaður við blómaskreytingar og til að fóðra box til að flytja í grænmeti og ávexti. Hann var áður notaður sem yfirlag yfir moldargólf og í Alaska og Norður-Kanada var hann notaður til að þétta bjálkakofa. Hann inniheldur bakteríudrepandi efni [1]
Tildurmosi er algeng mosategund á Íslandi. Þar sem hann vex víða í breiðum og myndar afmarkaða árssprota er hann mjög heppilegur til mælinga á þungmálmum.[2][3] og mengunarmælinga [4].
Tilvísanir
breyta- ↑ Kimb, S. H. et al. (2007) "Antibacterial activities of some mosses including Hylocomium splendens from South Western British Columbia" Geymt 30 maí 2012 í Archive.today Institute for Aboriginal Health/Sciencedirect.com.
- ↑ „Þungmálmar í mosa - Náttúrufræðistofnun Íslands“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júlí 2017. Sótt 3. febrúar 2017.
- ↑ Sigurður H. Magnússon (2013). Þungamálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990-2010: áhrif iðjuvera[óvirkur tengill] (unnið fyrir Rio Tinto Alcan á Íslandi hf., Norðurál ehf., Elkem Ísland ehf. og Alcoa Fjarðaál). Skýrsla nr. NÍ-13003. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1670-0120
- ↑ Mosadauði í grennd gufuaflsvirkjana