Hvalafriðun (og hvalveiðibann) eru hugtök sem höfð eru um annaðtveggja veiðibann og friðun hvala.

  IWC states that ban whaling
  IWC states with aboriginal whaling
  IWC states with commercial whaling
  Non-IWC states with aboriginal whaling
  Non-IWC states with commercial whaling
  Non-IWC states without whaling

Hvalafriðun á Íslandi

breyta

Hugtakið hvalafriðun er ekki nýtt af nálinni á Íslandi því strax í lok 19. aldar var farið að ræða um hvalafriðun, sbr. hvalafriðunarlögin 19. febrúar 1886. Á þeim árum voru hvalveiðar taldar hafa spillandi áhrif á fiskafla og fiskgöngur. Þau lög lifðu þó ekki lengi.

Sumir Íslendingar tóku upp á að vilja friða hvali. 23. mars 1948 skrifaði Jóhannes Kjarval grein í Morgunblaðið, sem hann nefndi ,,Hið stóra hjarta". Í henni stendur:

„Það, sem við getum gert í þessu efni, er að byggja hvalafriðunarskip - á sama tíma og hyggja annarra útgerðarfélaga stefnir til þess að veiða hið stóra hjarta. Er nokkuð frjálsara, óháðara og hlutlausara en að sjá hvali fara stefnur sínar á flötum hafsins. Hvalafriðunarskip myndi miklu ódýrara í rekstri en veiðiútgerðin . . . . . . Hin umkomulausasta, volduga vera hafsins, sem fyrir löngu komst á svo hátt þroskastig, titrar nú og skelfur í hafdjúpunum fyrir tækni mannsandans. Ef við gætum stuðlað, að því að byggja hvalafriðunarskip, er spor stigið til lífsins leiða. Og svo getum við byrjað á að taka ofan fyrir hvölunum."

Séra Sigurður Norland í Hindisvík var mikill frumkvöðull náttúruverndar. Hann sagði í viðtali við Tímann 1961: Það ætti að friða þá [þ.e. hvalina], bætir hann við og hefst í sæti sínu. Ég sé Hvalfjörð fyrir mér eins og hann hefur verið á landnámstíð. Það væri ekki ónýtt að geta sýnt hann þannig: Hvalavöðurnar inn um allan fjörð, og hver strókurinn við annan hátt í loft upp — alls staðar hvalir að blása. Ég vil, að ísland haldi áfram að vera frægt, og Íslendingar verndi og verji sína náttúru.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Eltu varlega mínar geitur“; grein í Tímanum 1961
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.