Hurling (Írska: Iomáint), einnig kölluð spýtnaslagur í háði, er hópíþrótt af keltneskum uppruna sem spiluð er utan dyra með spýtum og kúlu. Hurling er fyrst og fremst spiluð á Írlandi, og er sögð vera hraðasta keppnisíþrótt heims með tilliti til framgangs leiksins (hinsvegar ferðast kúlan til dæmis hraðar í hokký). Hurling líkist shinty, sem spilað er fyrst og fremst í Skotlandi, cammag sem spilað er á Mön og bandý eins og það var spilað áður fyrr á Englandi og í Wales. Hurling kallast camogie þegar konur spila það. Hurling er ein af þjóðaríþróttum Írlands.

Camán og sliotar (spýta og kúla)

Markmið leiksins

breyta

Markmið leiksins er að skora mörk og stig, og það lið sem situr uppi með fleiri heildarstig vinnur. Lið samanstendur af 15 leikmönnum.

Spýtan, sem kölluð er camán (oft einnig kölluð hurley) er gerð úr rótum asks, og er að jafnaði 64-97cm að lengd, með flötum fleti andstæðis haldfanginu sem kallast bas. Kúlan, sem kallast sliotar, er gerð úr korki en þakin leðri að utanverðu, og er 65mm að þvermáli. Camán markvarðarins hefur tvöfallt stærri bas en annarra leikmanna, til þess að auðveldara sé að stöðva sliotar, en vel slegin kúla getur ferðast á 150 km/klst, og komist um 80 metra. Venjulegir leikmenn kjósa oftast að hafa bas sinn minni til þess að minnka vindmótstöðu þegar þeir slá kúluna.

Á meðan á leik stendur sækja leikmenn fram gegn marki mótherjans, og vernda sitt eigið mark. Þegar kúlan er á jörðinni má slá í hana með spýtunni, eða lyfta henni upp í loft, þar sem má slá hana aftur eða grípa hana í allt að fjórar sekúndur eða fjögur skref, hvort sem er á undan. Ef kúlan er gripin á lofti verður leikmaðurinn að halda henni í lágmark fjórar sekúndur eða fjögur skref, en hann má sparka í hana eða slá henni frá sér, hvort heldur með hendi eða spýtunni. Leikmaður má bera kúluna á bas-fletinum eins lengi og hann vill.

Þar sem að árekstrar leikmanna eru algengir er mælt með notkun hjálms með andlitsbrynju, en hennar er krafist hjá leikmönnum undir 18 ára aldri.

Reglur

breyta
 
Áth an Mhuileann v. Tobar Phádraig, Limerick, 28/8/2004

Leikvöllur

breyta

Leikið er á rétthyrndum grasvelli sem er 130-150 metrar á lengd, og 80-90 metrar á breidd. H-laga mörk eru við hvorn enda vallarins, með net á neðri hluta marksins. Samskonar leikvöllur er notaður fyrir Írskan fótbolta, en ákveðið var að samræma leikvelli íþróttanna tveggja til þess að hægt yrði að samnýta þá. Línur eru dregnar þvert á völlinn í 13m, 20m og 65m fjarlægð frá hvorri marklínunni. Minni leikvellir og mörk eru notuð fyrir börn.

Liðin

breyta

Liðin samanstanda af fimmtán leikmönnum (markverði, tveimur hornvörðum, einum fullverði, þremur hálfvörðum, tveimur miðjumönnum, þremur hálfsókarmönnum, tveimur hornsóknarmönnum, og einum fullsóknarmanni), ásamt þremur varamönnum. Hver leikmaður ber númer á bilinu 1-15. Markvörðurinn er ætíð númer 1, og hann klæðist treyju í öðrum lit.

Tímavarsla

breyta

Millisýsluleikir fullorðinna eru 70 mínútur að lengd, skipt í tvo 35 mínútna hálfleiki. Allir aðrir leikir eru 60 mínútur, en fyrir 13 ára og yngri má stytta leikina niður í 50 mínútur. Tímavarsla er í höndum dómara sem skeytir stopptíma aftan við hvorn hálfleikinn fyrir sig.

Ef útsláttarleikur endar með jafntefli er leikurinn endurtekinn. Ef endurtekningin endar með jafntefli er leikurinn framlengdur um 20 mínútur. Ef leikurinn er enn í jafntefli er leikurinn endurtekinn aftur.

Í deildarkeppnum eru leikir æ sjaldnar endurteknir í fyrstu, en í stað þeirra eru leikir framlengdir og svo endurteknir. Stundum hafa vítakeppnir verið notaðar, en það telst óalgengt.

Tæknilegar villur

breyta

Eftirfarandi teljast sem tæknilegar villur:

  • Að taka kúluna upp af jörðinni með hendinni.
  • Að kasta boltanum.
  • Að ganga fimm skref með kúluna í hendi. Það má skoppa kúlunni eða halda á henni með spýtunni.
  • Að grípa kúluna þrisvar í röð án þess að hún snerti jörðina.
  • Að setja kúluna úr annarri hendi í hina.
  • Að skora stig eða mark með því að nota hendina.
  • Að missa eða kasta spýtunni
  • Rangstaða: Ef, þegar kúlan fer inn í innri vítateiginn, annar árásarleikmaður er þar fyrir, fær varnarliðið kúluna úr teignum.

Mörk og stig

breyta

Stig fást fyrir að koma kúlunni í mark andstæðingsins. Mörkin eru H-laga eins og í Rugby og Amerískum fótbolta, en hafa net frá þverslánni og niður eins og í fótbolta. Stangirnar eru sjö faðma (6.37 metra) frá hvorum öðrum, og þversláin er sjö fetum (2.12m) yfir jörðu.

Ef kúlan fer yfir þverslánna er veitt stig, og reglumaður reisir hvítan fána. Ef kúlan fer undir þverslánna er veitt mark, sem er þriggja stiga virði, og grænn fáni er reistur af reglumanni. Markið er varið af markverði. Stig eru skráð á forminu {fjöldi marka} - {fjöldi stiga}. Til dæmsi endaði Írlandsmeistaramótið 1995 með: Clare 1-13 Offaly 2-8. Þar af vann Clare-sýsla með „einn-þrettán á móti tveir-átta“ (16 stig á móti 14). Talað er um 0-11 sem „ellefu stig“, aldrei „núll-ellefu“. 2-0 er lesið „tvö mörk“, aldrei „tveir-núll“. 0-0 er kallað „engin stig“.

Tæklun

breyta

Leyfilegt er að tækla andstæðinga, en ekki slá þá með spýtunni. Bannað er að toga í treyjur, glíma, hrinda og fella. Þó eru til margar tegundir leyfilegrar tæklunnar, sem eru misjafnlega ofbeldisfullar. Til dæmis:

  • Block, þar sem leikmaður reynir að hindra árás andstæðingsins með því að klemma kúluna milli sinnar spýtu og spýtu andstæðingsins;
  • Hook, þar sem að leikmaður kemur aftan að andstæðingnum og reynir að slá spýtu andstæðingsins niður úr höndunum á honum þegar hann er í miðri sveiflu; og
  • Hliðardráttur, þar sem að tveir leikmenn sem báðir eru að eltast við sliotar rekast saman á öxlum og slá frá sér með spýtunni til þess að ná boltanum.

Að endurhefja leik

breyta
  • Leikurinn hefst þegar dómari varpar sliotar upp á milli miðjumannana fjögurra á miðlínunni.
  • Eftir að mark hefur verið skorað, eða kúlan farið framhjá markinu, má markvörðurinn slá kúlunni út með hendinni frá jaðri innri vítateigs. Allir leikmenn verða að vera utan við 20 metra línuna.
  • Eftir að varnarmaður hefur slegið kúluna framhjá markinu sem hann ver má sóknarmaðurinn taka „65“ frá 65 metra línunni, samsíða þeim stað þar sem að boltinn fór út af. Það verður að lyfta honum og slá, með spýtunni.
  • Eftir að leikmaður hefur slegið kúlunni út af á hliðarlínu má hitt liðið slá boltanum af jörðinni þar sem að boltinn fór út af. Það verður að slá hann frá jörðinni.
  • Eftir að leikmaður hefur tæklað annan leikmann ólöglega má hitt liðið fá fríhögg á staðnum þar sem að tækluninn átti sér stað. Það verður að lyfta honum og slá.
  • Eftir að varnarmaður hefur tæklað annan leikmann ólöglega innan ytri vítateigs má hitt liðið taka vítaspyrnu frá jörðinni á miðri 20 metra línunni. Aðeins markvörðurinn og tveir varnarmenn mega vera innan 20 metra marksins. Það verður að lyfta kúlunni og slá.
  • Ef margir berjast um kúluna, og óljóst er hver kom áflogunum af stað, má dómari varpa kúlunni upp á milli tveggja andstæðinga.

Umsjónarmenn

breyta

Átta umsjónaraðila þarf til þess að halda leik:

  • Dómari
  • Tveir línumenn
  • Hliðarlínumaður
  • Fjórir reglumenn (tveir á hvorri hlið)

Dómarinn sér um að skrá stig, stöðva og hefja leik, gefa fríleiki, skrá brot og vísa leikmönnum út af. Línumenn bera ábyrgð á að sýna dómaranum hver á bolta sem fer á línuna. Hliðarlínumaðurinn sér um að útskiptingar leikmanna séu löglegar, og að gefa til kynna lengd tíma sem líður þegar leikur stöðvast (sem dómari ákveður). Reglumennirnir sjá um að meta stigin, og segja dómaranum hvers eðlis skotið var. Allir umsjónarmennirnir eiga að láta dómarann vita um hvað sem kann að hafa yfirsést, þó svo að það sé sjaldgæft. Dómari hefur úrslitavald um allar ákvarðannir.

Minnst er fyrst á hurling í Brehon lögunum sem hugsanlega voru rituð fyrir 400 f.Kr. Síðar er minnst á hurling í þjóðsögunni um Táin Bó Cuilgne, þar sem að hetjan Cúchulainn keppti í hurling í Emain Macha. Ritið Meallbreatha lýsir refsingum fyrir að meiða aðra leikmenn í ýmsum leikjum, sem flestar hverjar líkjast hurling.

Seanchás Mór umræðurnar á Brehon lögmálunum segja að sonur (konungs) mætti láta bronshúða spýtuna sína, en aðrir mættu einungis nota kopar. Það var einnig ólöglegt að gera hurley spýtu upptæka.

Á 13. öld voru sett lög í Kilkenny sýslu þar sem að hurley var bannað sökum þess hve ofbeldisfullt það þótti. Árið 1527 var ritað í Galway: „At no time to use ne occupy ye hurling of ye litill balle with the hookie sticks or staves, nor use no hand balle to play without the walls, but only the great foot balle.

Árið 1587 kvartaði Lord Chancellor William Gerrarde yfir því að enskir nýbúar í Munster væru byrjaðir að tala írsku og spila hurling.