Holger Jacobaeus
Holger Jacobaeus (f. 16. október 1733, d. 7. júní 1788 í Sandvík í Noregi) var fyrsti kaupmaður dönsku einokunarverslunarinnar í Keflavík. Hann starfaði á vegum Almenna verslunarfélagsins. Hann reisti fyrsta veglega timburhúsið í Keflavík árið 1766. Stofnár Keflavíkurbæjar er miðað við árið 1772 þegar hann var skipaður kaupmaður þar. Sonur hans Christian Adolf Jacobæus sem fæddist í Keflavík tók við versluninni af honum. Um skeið var Carl Pontoppidan (1748 – 1822) nemi við verslun hans, hann átti síðar eftir að vera borgarráðsmaður í Kaupmannahöfn, koma að styrktarsöfnun til handa Íslendinga vegna Móðuharðindanna og gefa út bækur um Ísland.
Tenglar
breyta- Holger Jacobæus kaupmaður í Kjeflavík eftir Oscar Clausen, Frjáls verslun 1951
- Tvær aldir í Keflavík, grein eftir Dr. Fríðu Sigurðsson í Tímanum 1972
- Keflavík 1774—1974, grein eftir Dr. Fríðu Sigurðsson í Tímanum 1974
- Fast þeir sóttu sjóinn Tíminn, 1. apríl 1989