Hnykkingar

(Endurbeint frá Hnykkjari)

Hnykkingar (eða kírópraktík) eru óhefðbundnar lækningar sem beinast að því að meðhöndla kvilla í vöðva- og beinakerfinu, þá sér í lagi í hryggsúlunni.[1][2] Þeir sem stunda hnykkingar kallast hnykkjarar eða kírópraktorar. Meðferðin gengur út á að nota hendurnar til að eiga við hryggsúluna, liðamót og mjúkvefi.[3] Sumir hnykkjarar halda því fram að hnykkingar geti haft áhrif á almenna heilsu fólks þar sem skekking hryggsúlunnar hafi áhrif á taugakerfið,[4] en rannsóknir hafa ekki sýnt það. Undirstöður hnykkinga stangast á við vísindalega þekkingu og eru talin vera gervivísindi.[5][6][7][8][9]

Kírópraktík.

Rannsóknir hafa ekki sýnt að hnykkingar séu gagnlegar eða lækni kvilla,[10][11] mögulega að undanskildum langvarandi mjóbaksverk, en hnykkingar eru ekki gagnlegri við mjóbaksverk en sjúkraþjálfun.[12]

Kanadamaðurinn Daníel Palmer fann upp hnykkingar í lok 19. aldar.[13]

Tilvísanir

breyta
  1. Chapman-Smith DA, Cleveland CS III (2005). „International status, standards, and education of the chiropractic profession“. Í Haldeman S, Dagenais S, Budgell B, og fleiri (ritstjórar). Principles and Practice of Chiropractic (3rd. útgáfa). McGraw-Hill. bls. 111–34. ISBN 978-0-07-137534-4.
  2. Nelson CF, Lawrence DJ, Triano JJ, Bronfort G, Perle SM, Metz RD, Hegetschweiler K, LaBrot T (2005). „Chiropractic as spine care: a model for the profession“. Chiropractic & Osteopathy. 13 (1): 9. doi:10.1186/1746-1340-13-9. PMC 1185558. PMID 16000175.
  3. Mootz RD, Shekelle PG (1997). „Content of practice“. Í Cherkin DC, Mootz RD (ritstjórar). Chiropractic in the United States: Training, Practice, and Research. Rockville, MD: Agency for Health Care Policy and Research. bls. 67–91. OCLC 39856366. AHCPR Pub No. 98-N002.
  4. Nelson CF, Lawrence DJ, Triano JJ, Bronfort G, Perle SM, Metz RD, Hegetschweiler K, LaBrot T (2005). „Chiropractic as spine care: a model for the profession“. Chiropractic & Osteopathy. 13 (1): 9. doi:10.1186/1746-1340-13-9. PMC 1185558. PMID 16000175.
  5. Ernst E (maí 2008). „Chiropractic: a critical evaluation“. Journal of Pain and Symptom Management. 35 (5): 544–62. doi:10.1016/j.jpainsymman.2007.07.004. PMID 18280103.
  6. Keating JC Jr (2005). „A brief history of the chiropractic profession“. Í Haldeman S, Dagenais S, Budgell B, og fleiri (ritstjórar). Principles and Practice of Chiropractic (3rd. útgáfa). McGraw-Hill. bls. 23–64. ISBN 978-0-07-137534-4.
  7. Singh, S; Ernst, E (2008). „The truth about chiropractic therapy“. Trick or Treatment: The Undeniable Facts about Alternative Medicine. W.W. Norton. bls. 145–90. ISBN 978-0-393-06661-6.
  8. „Chiropractic“. NHS Choices. 20. ágúst 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. september 2016. Sótt 19. september 2016.
  9. Swanson ES (2015). „Pseudoscience“. Science and Society: Understanding Scientific Methodology, Energy, Climate, and Sustainability. Springer. bls. 65. ISBN 978-3-319-21987-5.
  10. Posadzki P, Ernst E (2011). „Spinal manipulation: an update of a systematic review of systematic reviews“. The New Zealand Medical Journal. 124 (1340): 55–71. PMID 21952385.
  11. Ernst E (maí 2008). „Chiropractic: a critical evaluation“. Journal of Pain and Symptom Management. 35 (5): 544–62. doi:10.1016/j.jpainsymman.2007.07.004. PMID 18280103.
  12. Blanchette, Marc-André; Stochkendahl, Mette Jensen; Borges Da Silva, Roxane; Boruff, Jill; Harrison, Pamela; Bussières, André (2016). „Effectiveness and Economic Evaluation of Chiropractic Care for the Treatment of Low Back Pain: A Systematic Review of Pragmatic Studies“. PLOS ONE. 11 (8): e0160037. Bibcode:2016PLoSO..1160037B. doi:10.1371/journal.pone.0160037. PMC 4972425. PMID 27487116.
  13. Martin SC (október 1993). „Chiropractic and the social context of medical technology, 1895-1925“. Technology and Culture. 34 (4): 808–34. doi:10.2307/3106416. JSTOR 3106416. PMID 11623404.