Hnjúkur í Skíðadal

Hnjúkur er bær í Skíðadal og tilheyrir Dalvíkurbyggð. Bærinn er austan Skíðadalsár nokkru utan við Klængshól. Vestan árinnar er bærinn Þverá í Skíðadal. Upp af Hnjúki eru mikil fjöll og háir hnjúkar, Hestur og Kvarnárdalshnjúkur og handan árinnar gnæfir Hamrahnjúkur. Hnjúkur er gömul jörð og var í eigu Möðruvallaklausturs þegar bæjarins er í fyrsta sinnn getið í fornum heimildum. Í kaþólskri tíð var bænhús á Hnjúki. Í dag er rekið sauðfjárbú á Hnjúki.