Hnúðsvanur (fræðiheiti Cygnus olor) er algengur fugl af andaætt.

Hnúðsvanur
Hnúðsvanapar
Hnúðsvanapar
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Andfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Svanir (Cygnus)
Tegund:
Hnúðsvanur

Tvínefni
Cygnus olor
(Gmelin, 1789)

Samheiti
  • Anas olor Gmelin, 1789
  • Cygnus olor immutabilis
  • var. Sthenelides olor, Cygnus paloregonus, no subspecies.

Náttúruleg heimkynni hnúðsvana eru á tempruðum beltum í Evrópu og Vestur-Asíu allt austur til strandhéraða Rússlands. Hnúðsvanir eru farfuglar á norðlægum slóðum. Hnúðsvanir eru oft hafðir til skrauts á tjörnum og vötnum og hafa afkomendur þannig fugla breiðst út í umhverfi sem ekki er náttúruleg heimkynni. Borgaryfirvöld í Hamborg gáfu Reykjavíkurborg nokkra hnúðsvani til að hafa á Tjörninni. Þeir urpu þar en þeim lynti illa við álftirnar og fækkaði jafnt og þétt og hvarf síðasti hnúðsvanurinn um 1977. Hnúðsvanur er þjóðarfugl Danmerkur.

Fullorðnir fuglar eru frá 125-170 sm langir og vænghaf þeirra er 200-240 sm. Þeir geta orðið 1,2 m á hæð á landi. Karlfuglar eru stærri en kvenfuglar og goggur þeirra er stærri.

Hnúðsvanur er meðal þyngstu fugla sem fljúga, karlfuglar eru að meðaltali 12 kg þungir og kvenfuglar 9 kg. Ungir fuglar líta öðruvísi út en fullorðnir. Goggur þeirra er svartur en ekki appelsínugulur og dúnninn er gráleitur. Hnúðsvanir verða hvítir við kynþroskaaldur.

Hnúðsvanir verpa í stórum dyngjum sem þeir byggja í grunnu vatni við vatnsbakka. Þeir eru einkvænisfuglar og nota sama hreiður árum saman. Báðir foreldrar taka þátt í umönnun hreiðurs og unga. Hnúðsvanar halda sig í hópum og eru oft yfir 100 fuglar saman. Vanalega eru þessir hópar ungfuglar sem ekki hafa ennþá fundið maka.

Hnúðsvanir hafa stöku sinnum flækst til Íslands.

Myndasafn

breyta

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Mute svan“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. október 2007. „Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

breyta
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.