Hjalti Jón Sveinsson
Hjalti Jón Sveinsson (fæddur 1953) er skólameistari Kvennaskólans. Hann var áður skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Laugum.
Hjalti brautskráðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973. Hann lauk Cand. Mag.-prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1986 og kennsluréttindanámi frá sama skóla 1994. Hann stundaði framhaldsnám í stjórnun og skólastarfi við Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands og brautskráðist með M.Ed.-próf frá HÍ 2009. Kennslu stundaði Hjalti Jón samhliða háskólanámi á árunum 1975 - 1982. Þá starfaði hann við ritstjórn, ritstörf og blaðamennsku á árunum 1982 - 1994, þar af 3 ár í Þýskalandi. Hjalti Jón var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 2006-2010. Hjalti Jón var skólameistari Framhaldsskólans á Laugum 1994 - 1999 og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri 1999 - 2016 og skólameistari Kvennaskólans frá 2016.