Hjaltalín (ættarnafn)

eftirnafn

Hjaltalín er íslenskt ættarnafn. Á Íslandi bera 111 manns ættarnafnið. Fyrsti maðurinn til að bera Hjaltalínsnafnið var Jón Oddson Hjaltalín (1687-1755). Hann var vinnupiltur á Reykjum í Hjaltadal. Talið er að Hjaltalínsnafnið sé dregið af nafni dalsins, Hjaltadalur. Seinna varð Jón lögréttumaður og sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

Meðal þekktra nafnhafa var Oddur Hjaltalín (1782-1840), landlæknir.