Higgs-bóseind eða bóseind Higgs (og stundum Guðseindin) er bóseind, með spuna núll, sem gegnir lykilhlutverki í Staðallíkaninu. Hugmyndir um tilvist bóseindarinnar voru fyrst settar fram 1964, m.a. af breska eðlisfræðingnum Peter Ward Higgs (f. 1929, d. 2024), sem hún er kennd við. 4. júlí 2012 tilkynntu vísindamenn við CERN að fundist hefði marktækar vísbendingar um Higgs-lega eind við CMS og ATLAS rannsóknastöðvarnar stóra-sterkeindahraðlsins.

Feynman-rit, sem sýnir mögulegt ferli í stóra-sterkeindahraðlinum til að mynda Higgs-bóseind: tvær límeindir klofna í pör af topp kvörkum og and- topp kvörkum, sem síðar sameinast og mynda hlutlausa Higgs-bóseind.

Heimildir breyta

Tenglar breyta

  • „Hvað er Higgs-bóseind og hvers vegna er hún stundum kölluð Guðseindin?“. Vísindavefurinn.