Hibatullah Akhundzada

Leiðtogi Talíbana

Hibatullah Akhundzada (pastú: ھیبت الله اخوندزاده‎; f. 1961) er afganskur múslimaklerkur sem er þriðji og núverandi leiðtogi Talíbanahreyfingarinnar. Sem leiðtogi Talíbana hefur Akhundzada í reynd verið þjóðhöfðingi Afganistans frá því að Talíbanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl í ágúst 2021.

Hibatullah Akhundzada
ھیبت الله اخوندزاده
Æðsti leiðtogi Afganistans
(umdeilt)
Núverandi
Tók við embætti
7. september 2021
ForsætisráðherraHasan Akhund (starfandi)
ForveriAshraf Ghani (sem forseti)
Leiðtogi Talíbana
Núverandi
Tók við embætti
25. maí 2016
ForveriAkhtar Mansúr
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1961
Panjwayi, Afganistan
ÞjóðerniAfganskur
StjórnmálaflokkurTalíbanar
TrúarbrögðSúnní

Akhundzada tók við sem leiðtogi Talíbana eftir að forveri hans, Akhtar Mansúr, var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2016.[1] Hann hafði áður verið yfirmaður dómstóla Talíbana og hægri hönd Mansúrs. Hann hefur fremur verið talinn trúarlegur leiðtogi en herforingi.[2]

Eftir að Talíbanar tóku yfir Kabúl og endurheimtu stjórn á Afganistan í ágúst 2021 tilkynnti hreyfingin að Akhundzada væri staddur í Kandahar og myndi brátt koma opinberlega fram.[3] Hann ávarpaði stuðningsmenn sína opinberlega í fyrsta skipti þann 31. október 2021 í Kandahar.[4]

Akhundzada lýsti yfir að sjaríalög yrðu tekin upp í Afganistan á ný eftir fund með dómurum í landinu þann 14. nóvember 2022.[5]

Tilvísanir breyta

  1. Tryggvi Páll Tryggvason (25. maí 2016). „Talibanar skipa nýjan leiðtoga“. Vísir. Sótt 1. september 2021.
  2. Kristján Róbert Kristjánsson (25. maí 2016). „Nýr leiðtogi talibana í Afganistan“. RÚV. Sótt 10. janúar 2022.
  3. „Æðsti leiðtogi talíbana staddur í Afganistan“. mbl.is. 29. ágúst 2021. Sótt 1. september 2021.
  4. „Fyrsta ávarp æðsta leiðtoga talíbana“. mbl.is. 31. október 2021. Sótt 2. júlí 2022.
  5. Róbert Jóhannsson (14. nóvember 2022). „Talibanar innleiða sjaría-lög að fullu“. RÚV. Sótt 15. nóvember 2022.


Fyrirrennari:
Múhameð Ómar (2001)
Ashraf Ghani (sem forseti)
Æðsti leiðtogi Afganistans
(umdeilt)
(7. september 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti
Fyrirrennari:
Akhtar Mansúr
Leiðtogi Talíbana
(25. maí 2016 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.