Herluf Trolle Daa (Herlegdáð) (1565 - 28. febrúar 1630) var hirðstjóri á Íslandi 1606 til 1619. Hann var af gamalli jóskri aðalsætt, en fæddist í Björgvin, sonur Jørgens Daa, höfuðsmanns, og Kirsten Beck. Herluf Daa varð aðmíráll undir Kristjáni IV. Tók þátt í Kalmarófriðnum 1611-1613 milli Danmerkur og Svíþjóðar. Lést skuldum vafinn, meðal annars vegna málareksturs hans gegn Oddi biskupi Einarssyni og fleirum. Í kjölfar þeirra mála var hann sviptur höfuðsmannstign árið 1619 og gert að greiða 3000 ríkisdali í bætur fyrir afglöp. Sektin var aldrei greidd, og þegar hann lést gekk ekkja hans frá búinu.

Eftirmæli á Íslandi

breyta

Herluf Daa fékk almennt slæm eftirmæli á Íslandi, og er það fyrst og fremst rakið til deilna við Odd Einarsson, en ætt hans var fjölmenn og valdamikil. Einnig kann að vera að ónákvæmni hafi gætt í embættisfærslu hans sem ekki hafi samræmst nýjum kröfum um bætt skil og tengsl við konungsvaldið í Kaupmannahöfn. Um hann er þessi vísa til:

Höfuðsmaðurinn Herluf Dá
heitir réttu nafni.
Kauðinn bið ég kafni sá
og kroppaður verði af hrafni.

Tengt efni

breyta


Fyrirrennari:
Enevold Kruse
Hirðstjóri
(16061619)
Eftirmaður:
Frederik Friis


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.