Herkúlesstyttan í Kassel

51°18′58″N 9°23′35″A / 51.316°N 9.393°A / 51.316; 9.393

Herkúlesstyttan er alls 70 metra há

Herkúles er heiti á styttu og gríðmiklum stalli sem er einkennisbygging þýsku borgarinnar Kassel. Niður af stallinum eru manngerðir fossar, þeir lengstu (250 m) í Þýskalandi.

Styttan

breyta

Herkúles er bronsstytta og á hæð einni í borginni. Það var landgreifinn Karl sem lét reisa styttuna 1701-1717 með aðstoð ítalska byggingameistarans Giovanni Francesco Guerniero. Báðir létu þeir breyta upphaflega teikningunum af og til og því varð stallurinn að styttunni svolítið einkennilegur. Neðri stallurinn er átthyrndur og er 32 metra hár. Efri stallurinn (oft kallaður pýramídinn) er allt öðruvísi í formi og efni. Hann er 29 metra hár. Efst trónir svo bronsstytta af Heraklesi (Herkúles) hinum gríska en hún ein er 8,25 m há. Alls er mannvirkið því 70 metra hátt. Herakles heldur á epli Hesperíðanna en það var 11. verkefni hans (af 12) áður en hann var tekinn í guðatölu. Hægt er að ganga upp á neðri stallinn og njóta fagurs útsýnis.

Fossarnir

breyta
 
Fossarnir eru gríðarlega fallegir. Neðst er Neptúntjörnin.

Við neðri stallinn er stjörn sem geymir 350 þús lítra af vatni. Á vissum tímum er vatnið látið renna niður manngerðan farveg, niður tröppur eða stalla. Vatnið rennur í þremur rennum. Aðalrennan er 5,50 metra breið en til sitthvorrar hliðar eru tvær hliðarrennur, 1,75 metra breiðar. Alls eru fossarnir því 9 metra breiðir. Þrjá minni tjarnir eru inn á milli stallanna. Þegar stöllunum sleppir lendir vatnið í Neptúntjörninni og hverfur þaðan sem lækur. Fossarnir eru 250 metra langir en með tjörnunum er rennslið 320 metrar langt (105 metra hæðarmunur). Það tekur vatnið 30 mínútur að komast frá tjörninni við neðri stallinn og niður í Neptúntjörnina. Á kvöldin eru fossarnir lýstir upp með flóðljósi. Bæði fossarnir og útsýnispallurinn við styttuna eru aðgengilegir fyrir almenning.

Eitt helsta vandamál við styttustallinn er sá að hann er gerður úr gosbergi. Svæðið umhverfis Kassel var eldvirkt þar til fyrir 7 milljónum árum. Því er efnið í stallinum ekki eins sterkt og annað betra efni, eins og granít eða marmari, en hafði þó þann kost að auðvelt var að höggva það. Gosbergið er með aragrúa lítilla loftbóla sem sjúga í sig vatn en vatnið frýs á veturna og sprengir ysta lagið af sér. Eftir 300 ár er stallurinn því orðinn mjög viðkvæmur og lélegur. Annað vandamál er þyngdin. Sökum þess að undirlagið er frekar mjúkt, sígur stallurinn hægt og rólega og rennur til. Stallurinn og styttan hafa verið í viðgerð síðan 2007.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Herkules (Kassel)“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.