Hellcats (eða Villikettir) er bandarísk gaman-drama þáttaröð um klappstýrur sem sýnd er á CW-stöðinni og fara Alyson Michalka, Ashley Tisdale, Robbie Jones og Matt Barr með aðalhlutverkin. Þættirnir eru byggðir á bókinni Cheer: Inn í leynilegan heim háskólaklappstýra eftir blaðakonuna Kate Torgovnick og er lýst sem blöndu af Election og Bring It On af gagnrýnendum. Þættirnir fylgjast með lífi Marti Perkins, háskólastelpu sem lærir lögfræði sem þarf að ganga í klappstýrulið skólans, Hellcats, til þess að halda uppi skólastyrknum sínum.

Hellcats
Opnunarmynd þáttanna
TegundGaman
Drama
Búið til afKevin Murphy
KynnirThe CW
LeikararAlyson Michalka
Ashley Tisdale
Robbie Jones
Heather Hemmens
Matt Barr
Gail O'Grady
Sharon Leal
Upphafsstef"Belong Here" - 78violet
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða1
Fjöldi þátta16
Framleiðsla
Lengd þáttar41 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðThe CW
Sýnt8. september 2010 –

18. maí 2010 var tilkynnt um að Hellcats hefði verið valinn á haustdagskrá CW-stöðvarinnar. Þann 22. október 2010 tilkynnti stöðin að búin yrði til heil þáttaröð af Hellcats.

Yfirlit

breyta

Hellcats fylgist með lífi Marti Perkins (Alyson Michalka) háskólastúlku sem nemur lögfræði við Lancer háskólann en missir skólastyrkinn sinn og neyðist til að ganga í klappstýrulið skólans, Hellcats, til þess að halda styrknum uppi. Þar hittir hún nýja herbergisfélagann sinn og fyrirliða liðsins, Savönnuh Monroe (Ashley Tisdale), hina meiddu Alice Verdura (Heather Hemmens), nýja félagann sinn Lewis Flynn (Robbie Jones) og þjálfara liðsins Vanessu Lodge (Sharon Leal) sem vonast til þess að vinna landsmótið, annars verður klappstýruliðið leyst upp. Á meðan þarf Marti einnig að takast á við fjárhagslegan óstöðugleika og stundum óábyrga móður sína, Wöndu Perkins (Gail O'Grady), sem hún hefur oft þurft að hjálpa út úr erfiðum aðstæðum en líka besta vin sinn Dan Patch (Matt Barr) sem er nýlega byrjaður með Savönnuh.

Leikarar

breyta

Alyson Michalka leikur Marti Perkins, aðalpersónuna í þáttunum og er frá Memphis, Tennessee. Henni er lýst sem "ótrúlega gáfaðri", hún gengur til liðs við klappstýruliðið til þess að fá tækifæri til að halda áfram menntun sinni í Lancer eftir að skólanefndin sker niður skólastyrki til þeirra sem vinna við háskólann. Móðir hennar, Wanda Perkins (Gail O'Grady), vinnur á háskólabarnum og er partýstelpa sem fullorðnaðist aldrei. Hegðun móður hennar er að mestu leyti Marti til skammar.

Savönnuh Monroe (Ashley Tisdale), liðstjóra liðsins, er lýst sem "hressri og fágaðri" með "frábæran styrk". Í fyrstu kemur þeim Marti illa saman, en hún áttar sig á að Marti er himnasending fyrir liðið svo að það geti unnið undankeppnina. Hún kýs Marti inn í liðið þegar þau neyðast til að leyta að nýjum "fljúgara" (e. flyer) eftir að Alica Verdura meiðist á únlið. Alice (Heather Hemmens) er hættulega sjálfselsk og líkar ekki að Marti eigi að taka við stöðu hennar í liðinu, eða þá athygli sem Marti fær frá fyrrverandi kærasta Alice, Lewis Flynn. Lewis (Robbie Jones) er undirstaðan í liðinu og er rólyndur og elskar að hafa eitthvað í gangi. Hann var einu sinni stjarna í fótboltaliði Lancer en hætti þegar hann komast að því að liðsmenn væru keyptir inn í liðið af háskólanum. Hann fór í prufur fyrir klappstýruliðið eftir að bræðralagsfélagar hans mönuðu hann til þess og passaði strax inn. Hann verður strax hrifinn af Marti. Þau byrja seinna saman. Dan Patch (Matt Barr) er ekki í Lancer og er vinur Marti. Hann er hrifinn af henni en er í sambandi með Savönnuh, nýju vinkonu Marti. Sharon Leal leikur Vanessu Lodge, fyrrum Hellcats klappstýru og er núna þjálfari liðsins. Starf hennar er í hættu ef liðið kemst ekki á verðlaunapall í landskeppninni.

Aukapersónur eru m.a. Red Raymond (Jeff Hephner), þjálfari fótboltaliðs Lancer og Derrick Altman (D. B. Woodside), kærasti Vanessu. Bill Curran (Aaron Douglas) er íþróttastjóri skólans sem er enn flæktur í "peningar fyrir leik" (e. Pay for Play) sem gæti orðið til þess að ýmis íþróttalið skólans (m.a. Hellcats) væru lögð niður.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Hellcats“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt desember 2010.