Helgi og hljóðfæraleikararnir

Íslensk hljómsveit

Helgi og Hljóðfæraleikararnir ('H&H') er hljómsveit úr Eyjafjarðarsveit. Upphaf sveitarinnar má rekja til ársins 1987 þegar að elstu meðlimir hennar voru á lokaárum grunnskólaferils síns. Stofnmeðlimir sveitarinnar voru Helgi Þórsson söngvari, Brynjólfur Brynjólfsson gítarleikari, Atli Rúnarsson trommuleikari og Bergsveinn Þórsson bassaleikari. Þeir eru allir enn meðlimir hljómsveitarinnar.

Helgi og Hljóðfæraleikarnir
UppruniEyjafjarðarsveit
Ár1987-1993 og 1997-núverandi
StefnurRokk, pönk, þjóðlög, akústísk tónlist
ÚtgefandiHelgi og Hljóðfæraleikararnir
MeðlimirHelgi Þórsson
Brynjólfur Brynjólfsson
Atli Rúnarsson
Bergsveinn Þórsson
Hjálmar Brynjólfsson
Fyrri meðlimirGunnur Ýr Stefánsdóttir (1997-2002 (með hléum), 2006-2012)
Kristín Þóra Haraldsdóttir (1997-2002 (með hléum))
Hjálmar S. Brynjólfsson (1998-2008 (með hléum))
Álfheiður Guðmundsdóttir (1999-2000)
Katrín Harðardóttir (1999-2000)
Ola Lotsberg (1999-2000)
George Hollanders (2000)
Rósa Björg Ásgeirsdóttir (2006-2008)
Þórður Hjálmarsson (2012-2018)
Wolfgang Frosti Sahr (2014-2020)

Árið 1991 gaf hljómsveitin út rokkóperuna Landnám sem tekin var upp á einu bretti, þ.e. í einni töku. Á henni mátti heyra leikið á blokkflautu í bland við hefðbundnari rokkhljóðfæri. Sú útgáfa var þó að sögn meðlima einungis undirbúningur fyrir breiðskífu sem kom út á árið 1993 og var samnefnd hljómsveitinni. Í dagblaðinu Degi var platan valin ein af tíu bestu plötunum árið 1993. Stuttu eftir útgáfu hennar fór hljómsveitin í pásu, en spilaði af og til á tónleikum.

Eftir að hafa starfað sundurslitið í rúm fjögur ár kom hljómsveitin saman á ný árið 1997. Rafmagnshljóðfærin voru lögð til hliðar um tíma í staðinn fyrir akústísk hljóðfæri, kassagítara, kontrabassa o.fl. Bættust þá Kristín Þóra Haraldsdóttir fiðluleikari og Gunnur Ýr Stefánsdóttir flautuleikari í hópinn. Hjálmar Brynjólfsson bættist svo við ári síðar á slagverk og harmonikku. Hóf hljómsveitin að leika ótt og títt á tónleikum um land allt. Stuttu eftir endurfundi hljómsveitarinnar gaf hún út disk sem nefndist Endanleg hamingja.

Hljómsveitin hefur verið virk við plötuútgáfur og tónleikahald æ síðan.

Útgáfur og verkefni breyta

  • 1991 - Landnám (rokkópera/söngleikur)
  • 1993 - Helgi og hljóðfæraleikararnir
  • 1998 - Endanleg hamingja
  • 1999 - Bréf til Stínu
  • 2000 - Launblót í 1000 ár
  • 2001 - Græni fuglinn (smáskífa)
  • 2002 - Til Afríku
  • 2002 - Rökkuróperan - Vaxandi áhyggjur séra Sigríðar af hnignandi siðferði alþýðunnar (rokkópera/söngleikur)
  • 2003 - Týnda platan
  • 2003 - Ég veit hvað þú gerðir síðustu jól
  • 2004 - Meira helvíti
  • 2007 - Veislan á Grund
  • 2009 - Vínland (rokkópera/söngleikur)
  • 2011 - Nakti apinn
  • 2016 - Bæ hæli

Ítarefni breyta

Tenglar breyta