Heimilisiðnaðarsafnið

Heimilisiðnaðarsafnið er safn á Blönduósi um hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Innsýn er veitt í vinnu kvenna og karla sem fór fram á heimilum og átti stóran þátt í hinu daglega lífi. Í safninu má greina hluta af atvinnusögu þjóðarinnar og sjá hvernig sjálfsþurftarbúskapur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Safnið er til húsa í Kvennaskólanum, húsi sem áður hýsti Kvennaskólann á Blönduósi og nýbyggingu sem byggð var sérstaklega fyrir safnið.

SagaBreyta

Heimilisiðnaðarsafnið var fyrst opnað á 100 ára afmæli Blönduósbæjar árið 1976 sem verslunarstaður. Grunninn að safninu lögðu konur innan raða Sambands austur-húnvetnskra kvenna en safnið varð til vegna óánægju þeirra eftir að ákveðið var að hafa Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði.

Þær lögðu áherslu á að safna munum sem tengja mætti við heimilisiðnað og fengu afnot af gömlu húsi sem byggt hafði verið sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Það tók langan tíma að koma húsinu í gott stand en margir gáfu vinnu sína og kvennfélögin lögðu til fjármagn eftir getu.

Fyrst um sinn var safnið einungis haft opið um helgar en með tíð og tíma var opnunartími safnsins lengdur. Það kom fljótlega í ljós að lítil félagssamtök gátu ekki rekið safnið með sómasamlegum hætti og var því árið 1993 mynduð sjálfseignarstofnun um safnið með aðild sveitarfélaga héraðsins. Í framhaldi af því fékk safnið afsal fyrir gamla safnhúsinu en það var í eigu ríkisins að 75 % hluta og héraðsins 25 % hluta.

Árið 2001 var ákveðið að hefja framkvæmdir við stækkun húsnæðisins og úr varð að nýtt hús var byggt sem tengdist gamla safnhúsinu. Þeim framkvæmdum lauk á stuttum tíma en nýja húsið var vígt í maí 2003. Rúmum tveimur árum síðar var stofnkostnaður að fullu greiddur.

Almennar upplýsingarBreyta

Heimilisiðnaðarsafnið er opið frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10 - 17. Það kostar 900 fyrir fullorðna, 700 fyrir eldri borgara og er frítt fyrir börn yngri en 16 ára.

HeimildirBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.