Heimferð íslensku jólasveinanna

Heimferð íslensku jólasveinanna hefst eftir aðfangadag, samkvæmt ljóðinu „Jólasveinarnir“ í bókinni Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Samkvæmt þeirri hefð sem ljóðið um jólasveinana þrettán byggist á, þá koma þeir til manna frá 12. desember og sá seinasti kemur á aðfangadag, 24. desember.

Í kvæðinu lýsir Jóhannes úr Kötlum heimferð jólasveinanna á þennan hátt:

Á sjálfa jólanóttina,
-sagan hermir frá,-
á strák sínum þeir sátu
og störðu ljósin á.
Svo tíndust þeir í burtu,
-það tók þá frost og snjór.
Á þrettándanum síðasti
sveinstaulinn fór.
Fyrir löngu á fjöllunum
er fennt í þeirra slóð.
-En minningarnar breytast,
í myndir og ljóð.

Má af þessu ætla að á jóladag hafi fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, lagt af stað aftur á fjöll. Svo einn af öðrum, uns sá síðasti, Kertasníkir, hverfur á braut á þrettándanum.

Sjá nánar

breyta

Tengt efni

breyta