Haugasund

(Endurbeint frá Haugesund)

Haugasund (norska: Haugesund) er borg í Vestur-Noregi og er staðsett í norðurhluta Rogalands og liggur við sundið Karmsundet. Haraldur hárfagri bjó við Avaldsnes í námunda við Haugasund. Bærinn stækkaði mjög í tengslum við síldveiðar og varð bær opinberlega árið 1855 þegar hann klauf sig frá sveitarfélaginu Torvestad. Þá voru íbúar rúmlega 1000. Íbúar eru nú um 37.000 (2022).

Haugesund.
Ráðhúsið í Haugesund
Kort.

Í Haugasundi eru haldnar hátíðir árlega eins og Norwegian International Film Festival and Sildajazz-jazzhátíðin. Í borginni er stytta af Marilyn Monroe (fædd sem Norma Jeane Mortenson) en faðir hennar er talinn vera Martin Mortensen sem er frá svæðinu.

Íþróttir

breyta

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Haugesund“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. september 2016.