Harmleikurinn á Hillsborough

Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum átti sér stað þann 15. apríl árið 1989 og er eitt mannskæðasta slys á knattspyrnuvelli í sögunni. Alls fórust 97 manns í slysinu, allir stuðningsmenn Liverpool og er harmleikurinn stór þáttur í menningu og sjálfsmynd liðsins.

Þann 15. apríl árið 1989 átti Liverpool að spila undanúrslitaleik Í FA bikarkeppninni við Nottingham Forest. Leikurinn átti að fara fram á heimavelli Sheffield Wednesday, Hillsborough, þar sem á þessum tíma voru undanúrslitaleikir í bikarkeppni spilaðir á hlutlausum völlum og úrslitaleikurinn á Wembley.

Hillsborough, heimavöllur Sheffield Wednesday árið 2023

Eftir aðeins nokkrar mínútur var leikurinn stöðvaður vegna þess að stuðningsmenn Liverpool klifruðu yfir girðingar sem umkringdu völlinn. Í fyrstu var haldið að stuðningsmennirnir væru að efna til óláta eða veitast að leikmönnum en fljótt kom í ljós að troðningur var í stúkunni og áhorfendur voru þegar byrjaðir að kremjast og deyja. Fólk flúði því upp í efri stúkur eða yfir rimlana og út á völlinn til að forða sér. Leikurinn var í beinni sjónvarpsútsendingu og sáu áhorfendur í sjónvarpi stuðningsmenn hníga niður við grasið eða nota auglýsingaskilti til að bera slasaða í burtu. Alls dóu 97 manns og 766 slösuðust. Síðasta fórnarlambið var maður að nafni Andrew Devine, hann lést árið 2016. Andlát hans mátti rekja til lömunar sem hann hlaut vegna slyssins, en hann var lamaður frá hálsi.

Arfleifð

breyta

Dagurinn 15. apríl hefur æ síðan verið greyptur í minni stuðningsmanna Liverpool. Allar Liverpool treyjur eru með töluna 97 prentaða í hálsmálinu til virðingar við þá látnu.  

Heimildir

breyta
  • Hillsborough: Fan injured in stadium disaster dies 32 years later. (29. júlí 2021) BBC.com Hillsborough: Fan injured in stadium disaster dies 32 years later - BBC News  
  • Amy Tikkanen. (12. maí 2022). Hillsborough Disaster. Brittanica.com. Hillsborough disaster | Details, Deaths, 1989, Facts, & Aftermath | Britannica
  • Aasma Day. (28. nóvember 2019). What happened at Hillsborough? How the disaster unfolded. Huffington post. What Happened At Hillsborough? How The Disaster Unfolded | HuffPost UK News (huffingtonpost.co.uk)
  • Hillsborough Disaster: How it Happened in 1989 - YouTube