Hammersmith-brúin er hengibrú yfir ána Thames í borgarhlutanum Hammersmith og Fulham í London. Brúin var fyrsta hengibrúin yfir Thames. Upphaflega brúin var byggð árið 1827 en var svo endurbyggð árið 1887. Árið 1973 var hún styrkt með stálbitum og hefur þurft reglulegt viðhald síðan. Um brúna fer akandi og gangandi umferð. Hammersmith-brúin er skreytt með ýmsum skjaldarmerkjum.

Hammersmith-brúin.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Hammersmith Bridge“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. sept. 2018.