Hallur Teitsson (d. 1150) var íslenskur prestur og höfðingi á 12. öld. Hann var af ætt Haukdæla, sonur Teits Ísleifssonar í Haukadal og bróðursonur Gissurar biskups.

Hann bjó í Haukadal og var talinn einn mesti fræðimaður síns tíma. Þegar Magnús Einarsson Skálholtsbiskup fórst í eldsvoða árið 1149 var Hallur kosinn biskup. Hann fór þá í suðurgöngu til Rómar en andaðist í Treckt (Utrecht) í Hollandi á heimleiðinni. Í Hungurvöku segir að hann hafi verið svo lærður að þegar hann var í suðurgöngu sinni talaði hann hvar sem hann kom hverrar þjóðar mál sem innborinn væri.

Kona hans var Þuríður Þorgeirsdóttir og sonur þeirra var Gissur Hallsson.