Hallsteinn Sigurðsson
Hallsteinn Sigurðsson (fæddur 1944, látinn 2024) er íslenskur myndlistamaður. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1963 til 1966 en hélt þá til Bretlands þar sem hann lagði stund á höggmyndalist við ýmsar stofnanir til ársins 1972.
Einkasýningar
breyta- 1971 Ásmundarsalur Reykjavík.
- 1972 Ásmundarsalur Reykjavík.
- 1975 Korpúlfsstaðir Reykjavík.
- 1980 FÍM-salur Reykjavík.
- 1981 Kjarvalsstaðir Reykjavík.
- 1983 Kjarvalsstaðir Reykjavík.
- 1987 Einkasýning á Akureyri.
- 1988 Kjarvalsstaðir Reykjavík.
- 1991 Kjarvalsstaðir Reykjavík.
- 1995 Listasafn ASÍ Reykjavík.
- 1997 Ásmundarsafn Reykjavík.
- 2002 Laxárvirkjun Þingeyjarsýslu - Norræn goðafræði.
- 2006 Sigurjónssafn Reykjavík.
Höggmyndagarður Hallsteins í Gufunesimótaði upphaflega í leir og tók mót og steypti í steinsteypu eða ýmis plastefni. Smíðar nú mest úr járni og áli. Hefur tekið mót og steypt verk eftir myndhöggvara og hefur stækkað myndir t.d. úr járni eða áli. Listamanninum var úthlutað einum og hálfum hektara lands í Gufunesi fyrir höggmyndir og eru þar 25 myndir í eigu höfundar. Árið 2012 ánafnaði hann Reykjavíkurborg höggmyndir þær sem staðsettar eru í Gufunesi.
breytaHjól - Plógur - Vængir
breytaSýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 2006
„Verk Hallsteins Sigurðssonar eru nokkuð sér á parti í jurtagarði íslenskrar höggmyndalistar þar sem þó er allfjölbreytt flóra. Höggmyndir Hallsteins unnar í málm eru opnar og léttar í efni og formi. Það má segja að hann teikni fram rýmið og hann notar gjarnan til þess létta teina og málmplötur sem hann sýður saman en hefur eins mikið loft og innra rými og hægt er. Formbyggingin er naum og rétt nægileg til að ná tilgangi sínum en að því leyti mætti kalla verkin eins konar minimalisma, sér í lagi verkin þar sem endutekin eða hnígandi form draga athyglina að rúmfræði byggingarinnar. Hallsteinn er trúr sínum efnivið, notar járn og stundum ál, en hins vegar dregur hann ávallt úr vægi efnisins, öfugt við það sem nú tíðkast iðulega, og sækist frekar eftir gegnsæi svo innri bygging verkanna verði sýnileg. Þessi áhersla á formbyggingu og léttleiki verkanna valda því að þau virðast hljóðlát samanborið við mikið af höggmyndalist samtímans þar sem lagt er upp úr því að fanga örugglega athygli áhorfandans. Verk Hallsteins hefur síðan verið sífelld framþróun og úrvinnsla þessara formpælinga. Eftir hann liggja nú myndir á söfnum og útilistaverk á almannafæri, hann hefur haldið á annan tug einkasýninga, tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og verið virkur í starfi myndlistarmanna, einkum í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík sem hann stofnaði ásamt þeim Jóni Gunnari Árnasyni, Ragnari Kjartanssyni, Þorbjörgu Pálsdóttur og fleirum árið 1972. Þá má ekki gleyma höggmyndagarðinum sem Hallsteinn hefur komið upp í Gufunesi þar sem sjá má um tuttugu.
Með sýningu á Kjarvalsstöðum 1988 tefldi Hallsteinn hins vegar fram nýrri og skarpari sýn með verkum í járnteina og -plötur. Það var um það talað í umsögn Morgunblaðsins hve sýningin væri heilleg og athyglisverð og sagt að Hallsteinn væri „nú mun öruggari í formum en áður og um leið hnitmiðaðri í vinnubrögðum“ auk þess sem verkin væru lífrænni í útfærslu. Það var öllum ljóst að hér hafði Hallsteinn náð þeim eftirsóknarverða punkti í listsköpun sinni þegar form og efni, hreyfing og inntak, ná að syngja saman einum sterkum hljómi. Myndirnar eru léttar og líkt og svífa í fullkomnu jafnvægi í rýminu þótt þær standi á gólfi. Þær eru þó langt í frá einfaldar; allt vitnar um handbragð hámenntaðs manns og gríðarlega agaða formsýn. Hreyfingin og hrynjandin í formunum er leikandi en hárnákvæm. Verkin voru líka afstrakt og geómetrísk en eldri álverkin höfðu margar haft tilvísun í manneskjur eða hluti þótt tilvísunin hafi verið teygð og losað um hana að mestu.
Framþróunin í list Hallsteins hefur ekki verið minni eftir Kjarvalsstaðasýninguna 1988 en fram að þeim tíma. Umfram allt sprettur það af þrotlausri vinnu og umsýslu við myndirnar svo verkið leikur í þjálfaðri hendi listamannsins, formin spretta fram á vinnustofu hans. Smátt og smátt hefur hann líka tekið fyrirmyndir aftur inn í verkin en nú á formrænni forsendum en áður. Gott dæmi um það eru verkin Vængir á þessari sýningu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þar sem Hallsteinn spinnur saman útlínur af fuglsvængjum í hrynjandi þríðvíð form sem svífa og snúast hangandi úr lofti. Verkin Hjól eru stúdíur um hringformið sem er auðvitað hreint afstrakt en þau fjalla líka um hringhreyfingu í náttúrunni og eru hluti af umfangsmikilli rannsókn Hallsteins í tengslum við útilistaverkið sem nú stendur við lækinn í Hafnarfirði og er minnismerki um fyrstu rafveituna sem sett var upp þar nærri. Loks er plógurinn til enn frekari staðfestingar á því að Hallsteinn veigrar sér ekki við að leita nú hreinna fyrirmynda og hefur öryggi og vald til að fella þær hnökralaust að mynd- og formhugsun sinni.“ -Jón Proppé (hluti greinar í sýningarskrá)