Sign er Íslensk hljómsveit sem var upphaflega stofnuð árið 2000, undir nafninu Halím. Stofnendur voru Ragnar Sólberg Rafnsson, söngvari og gítarleikari, og Hörður Stefánsson, gítarleikari. Þeir fengu til liðs við sig Egil Örn Rafnsson, trommara, bróður Ragnars (þeir eru synir Rafns Jónssonar), og Sigurð Ágúst, bassaleikara, og tóku þátt í Músíktilraunum árið 2001. Hljómsveitin náði öðru sæti og var Ragnar valinn besti söngvari keppninnar. Stuttu síðar gekk Baldvin Freyr, gítarleikari, til liðs við sveitina. Þeir breyttu nafninu í Sign og gáfu út fyrstu breiðskífu sína Vindar og breytingar það ár.

Árið 2002 gaf Sign út aðra breiðskífu sína Fyrir ofan himininn. 2003 tók Sign upp þriggja laga kynningarplötu, sem innihélt lagið „Thank God for Silence“ sem var mikið spiluð í útvarpi og sjónvarpi. Eftir það hætti Sigurður í hljómsveitinni.

Árið 2005 kom út þriðja breiðskífa Sign, Thank God for Silence. Þann 12. nóvember 2007 kom út fjórða plata Sign, The Hope.

Hljómsveitarmeðlimir

breyta

Hljómleikaband

breyta

Fyrrverandi meðlimir

breyta

Hljómplötur

breyta

Tónleikaferðalög

breyta
  • 16. september 2006 - 5. október 2006 - Upphitunarband fyrir Wednesday13 á 18 tónleikum á Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Belgíu
  • Maí 2007 - Upphitunarband fyrir The Wildhearts um Bretland
  • Ágúst 2007 - fyrsta tónleikaferðalag Sign um Bretland þar sem hljómsveitin var aðalhljómsveit
  • 13. nóvember 2007 - 1. desember 2007 - Upphitunarband fyrir Skid Row á 13 tónleikum á Bretlandi og Íslandi

Tenglar

breyta