Hairspray (2007)
Hairspray er bandarísk söngvamynd frá árinu 2007. Hún kom út í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi þann 20. júlí 2007. Kvikmyndin er byggð á samnefndum Broadway-söngleik og lauslega byggð á kvikmynd með sama nafni frá árinu 1988. Myndin á að gerast í Baltimore í Maryland árið 1962 og fylgist hún með glaðværa unglingnum Tracy Turnblad þegar hún reynir að koma sér á framfæri sem dansari í sjónvarpsþætti bæjarins og berst á móti kynþáttafordómum.
Hairspray | |
---|---|
Leikstjóri | Adam Shankman |
Handritshöfundur | Upphaflega John Waters Handrit Thomas Meehan Leslie Dixon Mark O'Donnel |
Framleiðandi | Adam Shankman Craig Zadan Neil Meron Bob Shaye Marc Shaiman Scott Wittman Toby Emmerich |
Leikarar | Nikki Blonsky John Travolta Michelle Pfeiffer Christopher Walken James Marsden Zac Efron Amanda Bynes Queen Latifah Brittany Snow Elijah Kelley Allison Janney Jayne Eastwood |
Dreifiaðili | New Line Cinema |
Frumsýning | 20. júlí 2007 |
Lengd | 116 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð öllum |
Ráðstöfunarfé | 75 milljónir Bandaríkjadala |
Framhald | Hairspray 2 (2010) |
Myndin er gerð eftir handriti samnefndrar myndar frá árinu 1988 og úr bókinni eftir Thomas Meehan og Mark O'Donnell fyrir leikritið eftir Leslie Dixon og er kvikmyndinni leikstýrt af Adam Shankman en hann samdi einnig alla dansana. Hairspray inniheldur lög úr söngleiknum sem eru samin af Marc Shaiman og Scott Wittman.
Myndin fékk góða dóma frá byrjun og halaði inn miklum peningum og bætti metið fyrir mestu tekjur söngvamyndar á fyrstu sýningarhelgi og hélt Hairspray titilinum fram í júlí 2008 þegar kvikmyndin Mamma Mia! kom út og seinna High School Musical 3: Senior Year í október. Hairspray er fjórða tekjuhæsta söngvamynd í kvikmyndasögu Bandaríkjanna á eftir Grease, Chicago og MAMMA MIA! USA Network hefur keypt sýningarréttin á Hairspray.
Adam Shankman og John Waters eru að vinna að annarri mynd.