Ægisif

(Endurbeint frá Hagia Sofia)
Ægisif í Istanbúl

Ægisif, stundum kölluð Sófíukirkjan, (gríska: Hagía Sófia , Ἁγία Σοφία „Kirkja heilagrar visku“) er fyrrum patríarka-basilíka í Istanbúl, en henni var breytt í mosku árið 1453. Hún var byggð af Jústiníanusi, merkasta keisara Miklagarðs. Ægisif hefur verið safn síðan 1935. Kirkjan er talin vera hátindur býsantískrar byggingarlistar og er fræg fyrir risavaxna og áberandi þakhvelfingu og bænaturnana. Ægisif, sem var byggð á árunum 532 til 537 e.Kr., var stærsta dómkirkja í heimi í hartnær þúsund ár, eða þar til dómkirkjan í Sevilla á Spáni var reist árið 1520.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.