Paskal

mælieining fyrir þrýsting
(Endurbeint frá HPa)

Paskal (franska: Pascal) er SI-mælieining fyrir þrýsting, táknuð með Pa. Eitt paskal jafngildir þrýstingi vegna kraftsins eitt njúton á hvern fermetra. Einingin er nefnd eftir Blaise Pascal, frönskum stærð-, eðlis- og heimspekingi.

Þrýstingsmælir sem sýnir bæði kPa og psi.

Hektópaskal, táknað hPa, er 100 pasköl og er almennt notað í veðurfræði til að gefa loftþrýsting, jafngilt einu millíbari.

Skilgreining

breyta

1 Paskal (Pa) = 1 N/m2 = 1 J/m3 = 1 kg·m–1·s–2

SI margfeldi

breyta
Margfeldi Nafn Merki Margfeldi Nafn Merkil
100 paskal Pa      
101 dekapaskal dPa
102 hektópaskal hPa 10–2 sentipaskal cPa
103 kílópaskal kPa 10–3 millipaskal mPa
106 megapaskal MPa 10–6 míkrópaskal µPa
109 gígapaskal GPa 10–9 nanópaskal nPa
1012 terapaskal TPa 10–12 pikópaskal pPa
1015 petapaskal PPa 10–15 femtópaskal fPa
1018 exapaskal EPa 10–18 attópaskal aPa
1021 settapaskal ZPa 10–21 septópaskal zPa
1024 jottapaskal YPa 10–24 joktópaskal yPa
Þessi SI eining er nefnd eftir Blaise Pascal. Eins og með allar aðrar SI einingar, sem eru nefndar eru eftir mönnum, þá er fyrsti stafurinn í tákninu ritaður með hástaf (Pa). Hinsvegar byrja heiti SI einingar á lágstaf (paskal). Undantekning sem fylgir reglunni er „gráða Celsíus“.
— Sjá The International System of Units, hluta 5.2.