Henry Liddell
(Endurbeint frá H.G. Liddell)
Henry George Liddell (6. febrúar 1811 – 18. janúar 1898) var breskur fornfræðingur og textafræðingur. Hann var aðstoðarkanslari Oxford-háskóla, skólastjóri Christ Church, Oxford og Westminster School (1846–55), höfundur A History of Rome (1857) og ritstjóri grísk-enskrar orðabókar (A Greek-English Lexicon) ásamt samstarfsmanni sínum Robert Scott, sem er enn notuð.
Dóttir Liddells, Alice var fyrirmynd Lewis Carroll í ritinu Ævintýri Lísu í Undralandi.