Hymir

(Endurbeint frá Hýmir)

Hymir er jötunn í norrænni goðafræði. Í Hymiskviðu er Hymir sagður faðir Týs,[1] en í Skáldskaparmálum er Óðinn sagður faðir Týs.[2]

Hymir, Þór og Jörmungandr. Mynd úr sænskri útgáfu Nils Fredrik Sanders 1893 af Eddukvæðum.

Hymiskviða fjallar um þegar æsir ætluðu að halda veislu og þurftu svo stóran ketil að hann fékkst eingöngu hjá Hymi. Fóru Þór og Týr og áttu róstursama ferð með veiði á Miðgarðsormi meðal ævintýra, en fengu ketilinn. Á leiðinni til baka stoppuðu þeir hjá jötninum Agli og börn hans, Þjálfi og Röskva, ráðin sem þjónustufólk.[3]

Styttri útgáfa af ævintýrinu er í Gylfaginningu.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. „Hymiskviða,“. www.heimskringla.no. Sótt 11. desember 2023.
  2. „Skáldskaparmál, erindi 16“. www.heimskringla.no. Sótt 11. desember 2023.
  3. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
  4. „Gylfaginning, erindi 48“. www.snerpa.is. Sótt 10. desember 2023.
   Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.