Skáldskaparmál
Skáldskaparmál eru í senn nafn á einum kafla Snorra-Eddu og samheiti um þau fræði sem sá kafli hefur að geyma, en það eru útskýringar á heitum og kenningum forns norræns kveðskapar, og hvernig skal nota þau stílbrögð í skáldskap. Þau fræði lifa fram á þennan dag í íslenskum kveðskap í hefðbundnum stíl, einkum ortum undir rímnaháttum. Skáldskaparmál eru ekki beinlínis hluti af bragfræði (sem fjallar um hrynjandi, rím og stuðla), heldur hliðargrein sem hjálpar skáldinu að velja orð sem passa.