Húshjálpin (kvikmynd)
Húshjálpin eða The Help er bandarísk kvikmynd frá árinu 2011 sem er byggð á samnefndri metsölubók eftir Kathryn Stockett frá árinu 2009. Tate Taylor skrifaði handritið og leikstýrti myndinni. Myndin fjallar um líf auðugra hvítra kvenna í Mississippi og þeldökkra þjóna þeirra. Myndin gerist í borginni Jackson í Mississippi-fylki, Bandaríkjunum og fara Emma Stone, Viola Davis, Octavia Spencer, Bryce Dallas Howard, Jessica Chastain, Sissy Spacek, Mike Vogel og Allison Janney með aðalhlutverkin.
Húshjálpin | |
---|---|
The Help | |
Leikstjóri | Tate Taylor |
Handritshöfundur | Tate Taylor |
Framleiðandi | Chris Columbus Brunson Green |
Leikarar | Emma Stone Octavia Spencer |
Frumsýning | 10. ágúst 2011 28. október 2011 |
Lengd | 146 mín. |
Tungumál | Enska |
Aldurstakmark | Leyfð |
Ráðstöfunarfé | $25.000.000 |
Söguþráður
breytaSagan gerist árið 1963 í Jackson, Mississippi og fjallar um unga hvíta konu sem kölluð er ,,Skeeter“ sem snýr aftur heim eftir útskrift til að byrja að vinna sem rithöfundur. Hún er mjög ósátt með kynþáttahatrið sem konurnar í kvenfélaginu sýna þernum sínum og ákveður að skrifa bók um það hvernig líf þeirra er. Hún nær að sannfæra þernuna Aibileen sem vinnur fyrir vinkonu hennar, Elizabeth Leefolt, um að segja sögu sína, með þeim skilyrðum að það sé nafnlaust og að þær passi að enginn komist að því að þær séu að hittast. Með tímanum ákveður besta vinkona Aibileen, Minny Jackson, líka að segja sína sögu og svo fylgja fleiri þernur á eftir. Myndin þykir sýna vel lífið hjá svörtu fólki í suðurríkjum Bandaríkjunum í kringum 1960 og hvernig hvíta fólkið kom fram við það. Skeeter kemst síðan að því hvað kom fyrir þernuna sem ól hana upp og það gefur henni hvatningu til að gefa út bókina. Þegar bókin kemur út verður hún mjög vinsæl og konurnar í bænum fara að pússla saman að bókin snýst um þær og slúðursögur þeirra. Skeeter fær að lokum starf sem rithöfundur í New York og svörtu þernurnar eru stoltar yfir því að hafa sagt sína sögu.
Gerð myndarinnar
breytaFramleiðslufyrirtækið DreamWorks keypti kvikmyndaréttindi á bókinni í mars 2010. Það var strax ákveðið að Emma Stone fengi aðalhluverkið sem ,,Skeeter“.
Upptökur byrjuðu í júlí 2010 og kláruðust í október sama ár. Myndin var aðallega tekin upp í bænum Greenwood, Mississippi þar sem bærinn þótti sýna vel tíðarandann í kringum 1960. Sum atriði voru líka tekin upp í Jackson, Clarksdale og Greenville í Mississippi.
Walt Disney Studios Motion Pictures gáfu út myndina og hún var frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 10. Ágúst 2011. Hún kom út á DVD og Blu-ray þann 6. Desember 2011.
Leikendur
breyta- Emma Stone sem Eugenia „Skeeter“ Phelan
- Lila Rogers sem Eugenia „Skeeter“ Phelan sem barn.
- Bryce Dallas Howard sem Hilly Holbrook
- Viola Davis sem Aibileen Clark
- Octavia Spencer sem Minny Jackson
- Jessica Chastain sem Celia Foote
- Allison Janney sem Charlotte Phelan
- Chris Lowell sem Stuart Whitworth
- Sissy Spacek sem Frú Walters
- Ahna O'Reilly sem Elizabeth Leefolt
- Mike Vogel sem Johnny Foote
- Brian Kerwin sem Robert Phela
- Leslie Jordan sem Hr. Blackly
- Dana Ivey sem Grace Higgenbottom
- Cicely Tyson sem Constantine Bates
- Mary Steenburgen sem Elain Stein
- Anna Camp sem Jolene French
- David Oyelowo sem séra Green
- Nelsan Ellis sem Henry
Gagnrýni
breytaMyndinni var vel tekið af gagnrýnendum og er með 8,1 í einkunn á IMDB. The Help var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna. Gagnrýnendur hrósuðu mest frammistöðu Violu Davis og hún vann Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni. Atriði Violu Davis og Octaviu Spencer fengu mjög jákvæða gagnrýni og var lýst sem mjög áhrifamikilum.
Helst var fundið að myndinni að hún væri ekki nógu lík bókinni.
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „The Help (film)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. maí 2018.