Höfuðlausn
Höfuðlausn er nafn á kvæði sem hin ýmsu skáld fornaldar sömdu til að bjarga lífi sínu og heiðri. Frægast þeirra er Höfuðlausn eftir Egil Skallagrímsson sem hann flutti Eiríki blóðöxi. Kvæði hans er tvítug stefjadrápa í runhendum hætti og er fyrsta kvæði á íslensku sem sameinar suðrænt endarím. Egill notar alrím og hálfrím samtímis, þannig að t. d. fyrsta vísan í Höfuðlausn er rímuð: ver — ber — mar — far, og síðan: flot — brot — hlut — skut. Önnur fornskáld sem ortu höfuðlausnir voru: Gísli Illugason, Óttar svarti og Þórarinn loftunga.