Grandahólmi
(Endurbeint frá Hólmurinn (Reykjavík))
Grandahólmi er hólmi sem nú er orðinn hluti af uppfyllingu á Örfirisey. Þar telja sumir að upphaflega hafi staðið verslunarhús danskra kaupmanna í Reykjavík (Hólmskaupstaður) frá því verslun hófst í Reykjavík um 1520 en aðrir hafa bent á að ólíklegt sé að nothæft skipalægi hafi verið vestan við Örfirisey og því líklegra að kaupstaðurinn hafi verið við víkina. 1715 voru síðan verslunarhús reist í Örfirisey.
Fyrir utan Grandahólma eru Hólmasker í Hólmasundi milli Örfiriseyjar og Akureyjar. Þar hefur hugsanlega fyrr á tímum verið gengt yfir á fjöru.