Hólmskaupstaður eða Hólmsverslun var ein af bækistöðum einokunarverslunarinnar á Íslandi og náði kaupsvæðið yfir Seltjarnarnes, Kjósarsýslu og Borgarfjarðarhérað sunnan Hvítár. Kaupskapur hófst í Hólmi um 1520. Mögulegt er talið að kaupstaðurinn hafi verið í Grandahólma sem er smáeyja vestur af Örfirisey.

Verslunin var flutt til Reykjavíkur 1779-1780. Öll byggð í Örfirisey eyddist í Básendaflóðinu 1799.

Heimild

breyta