Hólmsheiði (fangelsi)

(Endurbeint frá Fangelsið á Hólmsheiði)

Hólmsheiði er fangelsi sem var tekið í notkun 10. júní árið 2016. Lögð var áhersla á "mannúðlega hönnun" við bygginguna. Ekki hafði verið gagngert byggt fangelsi á Íslandi síðan Hegningarhúsið árið 1874. (Litla-Hraun er umbreyttur spítali og Síðumúlafangelsið var byggt sem bílageymsla).

Pláss er fyrir 56 fanga. Áherslur eru langtímavistun kvenna, gæsluvarðhald og einangrunarvist karla. Langtímavistun fyrir karla er ekki til staðar.

Hnit: 64°5′58.2″N 21°41′49.2″V / 64.099500°N 21.697000°A / 64.099500; 21.697000