Myndletur er letur þar sem notuð eru tákn til að merkja orð eða hugtök en ekki hljóðtákn eins og í stafrófi. Dæmi um myndletur eru forn-egypsku híeróglýfurnar og kínverskir stafir.

Forn-egypskar híeróglýfur eru að uppruna myndletur.

Uppruni

breyta

Myndletur er eldra en hljóðtákn eins og stafróf og fyrirrennari þess. Fleygrúnir eru taldar elsta skrifletrið en það var myndletur og komu fram í Súmer í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og var notað fram undir Krists burð. Á nokkurn veginn sama tíma komu híeróglýfurnar fram í Forn-Egyptalandi. Bæði þessi letur þróuðust smám saman í að verða blanda af myndletri og hljóðtáknum.

Tenglar

breyta
  • „Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 16.10.2012).
  • „Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 16.10.2012).
  • „Hvað er fleygletur?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 16.10.2012).
  • „Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 16.10.2012).
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.