Hæðakirna

Hæðakirna (fræðiheiti: Brigantiaea fuscolutea) er flétta af kirnuætt. Hæðakirna er eina fléttan af kirnuætt sem finnst á Íslandi.[1]

Hæðakirna
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Fungi
Fylking: Ascomycota
Flokkur: Lecanoromycetes
Undirflokkur: Lecanoromycetidae
Ættbálkur: Incertae sedis[1]
Ætt: Kirnuætt (Brigantiaeaceae)
Ættkvísl: Brigantiaea
Tegund:
Hæðakirna (B. fuscolutea)

(Dickson) R. Sant.
Tvínefni
Brigantiaea fuscolutea

ÚtlitBreyta

Hæðakirna vex mosagreinum eða sinu á jarðvegsyfirborði. Þar myndar hún hvítt eða gráleitt þunnt þal yfir mosann. Yfirborð hæðakirnu er smákornótt þar sem kornin eru um 0,1-0,2 mm í þvermál. Askhirslur hæðakirnu eru disklaga og vaxa upp úr þalinu. Þær eru gulleitar vegna litarefnisins parietíns, 1-3 mm í þvermál, stundum með dekkri þalrönd.[1]

Askgróin eru 1-2 í aski, glær, egglaga, 30-75 x 15-37 µm að stærð. Gróin eru marghólfa múrskipt.[1]

ÚtbreiðslaBreyta

Hæðakirna vex gjarnan utan í hæðum og á jarðvegi í mólendi, sérstaklega þar sem loftslag er nokkuð rakt. Hún er algeng um allt land nema helst á láglendi Suður- og Vesturlands og í innsveitum Norðausturlands.

GreiningBreyta

Nokkuð auðvelt er að greina hæðakirnu ef hún hefur þroskað askhirslur en án askhirslna er auðvelt að rugla henni saman við skilmur (Ochrolechia). Hæðakirna hefur þó þynnra þal en skilmurnar auk þess sem það er heldur grárra á litinn.[1]

EfnafræðiBreyta

Hæðakirna inniheldur fléttuefnin parietín og atranórin.[1]

Þalsvörun hæðakirnu er K+ gul en askhirslur eru K+ rauðar, C+ gul, KC+ gul og P-.[1]

TilvísanirBreyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Hörður Kristinsson. Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8